30.10.2008 | 10:00
Ofurlítill pirringur
Í vor fluttum við hjónin símaþjónustu okkar frá Vodafone til Tals. Ég er mikið að hugsa um að nota búferlaflutningana og flytja símann aftur því ég hef barasta aldrei kynnst öðrum eins klúðrurum og Talsmönnum. Ég bað um að síminn og nettengingin yrðu flutt þann 20. október. Tveimur dögum síðar var heimasíminn kominn og allir glaðir. Netið er hins vegar ekki komið enn og bólar ekki á því. Við hringdum viku síðar og var þá sagt að netið myndi detta inn þá og þegar. Mikil hundakæti greip svo heimilisfólk þegar ég fékk SMS frá Tali fyrir tveimur dögum þar sem tilkynnt var að nú væri Netið komið og ég gæti tengt mig. Við hlupum að tölvunum en ekkert gerðist. Á skjáinn komu leiðinda tilkynningar um að netforritið gæti ekki tengst síðunni sem beðið var um. Enn og aftur var hringt og þá kom í ljós að tengingin var vitlaus. Ég spurði hvort jafnlangan tíma tæki að leiðrétta tenginguna og tekið hafði að tengja hana rangt og fékk þau svör að þetta væri alveg að koma og myndi detta inn þá og þegar. Síðan bætti starfsmaðurinn við: Það getur alltaf komið fyrir að menn tengi vitlaust. Þakka þér fyrir að benda mér á hið augljósa. Mér hefði að sjálfsögðu aldrei dottið það í hug af sjálfsdáðun. En sem sé, tveir dagar liðnir og enn ekkert net. Bloggvinir góðir, ég laumast á bloggið í vinnunni ef dauð stund gefst en þar fyrir utan eru mér allar bjargir bannaðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.10.2008 | 09:49
Hamstrar og aðrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2008 | 16:05
Af hórum og mónum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.10.2008 | 10:27
Gott ráð
Í umræðum að undanförnu hefur komið fram að um það bil tuttugu menn hafi grætt óheyrilega á íslensku útrásinni. Við höfum séð myndir af sumarhöllum þeirra víða um land, snekkju með sérhönnuðum innréttingum, þyrlum, þotum og fleiru. Mér var að detta í hug hvort ekki væri ráð að skylda hvern og einn þessara manna til að skila svona 300 milljónum í löndum og lausum aurum. Peningana mætti setja í sjóð og úthluta síðan úr honum til þeirra sem verst eru staddir t.d. til fólks með lítil börn sem er að sligast undan húsnæðislánum, atvinnulausra bankastarfsmanna og annarra sem eiga um sárt að binda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.10.2008 | 09:55
Frábær Egill Helga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2008 | 09:49
Traust og vantraust
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 14:42
Arðbær endurvinnsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2008 | 14:59
Að vera eða ekki vera?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2008 | 21:16
Líf í kössum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2008 | 11:09
Hvar eru frjálshyggjupostularnir nú?
Hrun markaðanna um allan heim hefur fært okkur heim sanninn um að þjóðskipulag byggt á frjálshyggju er ekki það besta. Frjálshyggjupostularnir sem hlökkuðu yfir líki kommúnismans á sínum tíma og fullyrtu að sameignar- og samábyrgðarþjóðskipulag gengi ekki vegna þess að það væri andstætt eðli mannsins eru undarlega þögulir nú. Skipbrot græðginnar er sem sé ekki eins áhugavert og skipbrot mannúðarinnar. Því þrátt fyrir hið meingallaða þjóðskipulag Sovíetríkjanna er mannúð kjarninn í hugsjón kommúnismans og félagshyggjunnar. Ef græðgin er svona eðlislæg manninum ber okkur þá ekki skylda til að hemja hana og leggja í bönd? Alls staðar heyrast raddir sem segja að Glitnismálið sé aðeins byrjunin, bráðum taki dómínókubbarnir að falla hver af öðrum og Kaupþing og Landsbankinn riði til falls. Skattborgarar þessa lands verða látnir borga brúsánn á einn eða annan hátt. Enginn bankastjóranna sem þáði hundruð milljóna í laun árlega hefur boðist til að borga til baka eitthvað af gróðanum. Miðstéttarfólkið með meðallaunin er ekki ofgott til að taka á sig byrðar að ekki sé talað um hina sem minna hafa. Ríkið hefði aldrei átt að selja bankana og ef meiri félagshyggja og jafnaðarstefna hefði ríkt hér undanfarna áratugi væri ekki svona komið í efnahagslífinu. Það er staðreynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)