29.2.2008 | 09:44
Vegleg verðlaun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2008 | 10:37
Hnífur og skæri eru ekki barna meðfæri
Á heimili mínu var til tippexpenni sem reyndist mér ávallt hinn ágætasti vinur meðan ég er að ráða vísbendingakrossgátur helgarinnar. Síðastliðinn sunnudag sat ég með sveittan skalla við að lemja saman krossgátu Morgunblaðsins sem ég er by the way alveg viss um að er vitlaus núna. Það er örugglega ekki til orð sem þýðir að bjástra við og byrjar á ás vantar þrjá stafi a vantar tvo stafi a. Nokkrum sinnum þurfti ég að grípa til pennans góða í þeim tilgangi að leiðrétta lítilfjörleg mistök sem mér urðu á. Reyndist pennaskriflið stíflað og þrátt fyrir kreistur, pot með nálum og alls konar fleiri æfingar var ekkert úr honum að fá af hinu indæla hvíta sulli sem gefist hefur vel til að hylja slóð mistaka. Maðurinn minn hélt því fram að penninn væri tómur en því átti ég bágt með að trúa þar sem hann var bústinn um miðjuna og dúaði vel þegar á hann var þrýst. Ég brá mér því fram í eldhús og klippti í sundur pennaskrokkinn og við það sprautaðist tippex um allt eldhúsið mitt. Skærin mín urðu hvítskellótt, eldhúsbekkirnir líka og stálvaskurinn varð eins og golsótt ær. Langt fram eftir nóttu var ég að þrífa tippex úr eldhúsinu og þrátt fyrir öflug og hreinsiefni og pússisvampa tókst ekki með nokkru móti að gera skærin lík skærum. Ég reyndi að sletta asitoni á skærin þar sem lífræn efni gefast vel, að sögn efnafræðingsins sonar míns, til að leysa upp lífræn efni og asitonið má síðan sápuþvo af skærunum. Ég eyddi upp öllum naglalakksuppleysi í húsinu en þótt vaskurinn og eldhúsbekkurinn hafi að mestu fengið fyrra form eru skærin undarlega grámygluleg. Ekki beint lík áhaldi sem maður kýs að beita á matvæli. Af þessum atburði hef ég dregið þann lærdóm að líklega borgi sig að henda stífluðum tippexpennum.
Bloggar | Breytt 21.2.2008 kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.2.2008 | 12:55
Í rúmið með Bill Bryson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.2.2008 | 13:54
Kjartan og svanurinn
Heidi Strand er með frábæra fuglasögu á blogginu sínu sem ég vil endilega benda ykkur á en er of tæknifötluð til að geta búið til link á hana. Af því tilefni vil ég líka deila með ykkur bestu sögu sem ég hef heyrt af viðskiptum við fiðraða vini vora. Maðurinn minn og vinur hans, sem við skulum kalla Kjartan, voru á leið heim eftir gleðskap en báðir voru milli tektar og tvítugs þegar þetta var. Þeir voru búsettir á Akureyri og áttu leið framhjá andapollinum. Svanahjón höfðu hreiðrað þar um sig og ungarnir nýkomnir úr eggjunum. Kjartan var í góðu skapi og vildi tala við fuglana og lýsa aðdáun á elju þeirra við hreiðurgerð og uppeldi. Hann teygði sig inn fyrir girðinguna og rétti fram handlegg og gúaði eitthvað svona eins og menn gera í átt að ungbörnum. Svanurinn fyrrtist við, enda fullorðinn og ekki fyrir svona væmni og svaraði með reiðigargi og vængjaslætti. Kjartan ákvað því að bregða sér inn fyrir girðinguna svona til að sýna að hann færi með friði og þá skipti engum togum að svanurinn réðst á hann. Pilturinn reyndi að taka á móti og verja sig en átti ekkert í þennan stóra reiða fugl. Skyndilega birtust lögreglumenn sem sáu að við svo búið mátti ekki standa og vippuðu sér því inn í girðinguna, skildu þá félaga og skelltu handjárnum á Kjartan. Hann brást hinn reiðasti við og sagði sár: Til hvers eruð þið að handtaka mig? Það var hann sem byrjaði. Og benti titrandi fingri á svaninn. Sá sat hins vegar hróðugur og horfði yfir óðal sitt sem nú var frítt af öllum óboðnum gestum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.2.2008 | 10:00
Heimspeki og foreldraábyrgð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2008 | 09:13
Páskahérinn og bollurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2008 | 09:43
Furðuleg hugrenningatengsl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.2.2008 | 10:19
Glæpir á glæpi ofan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)