Vorið sem kom og fór

Ég fór í göngu með Freyju í morgun í vorlegu og fallegu veðri. Loftið var svalt og á stilltum Arnarnesvognum syntu margæsir og húsendur. Sólin var farin að skína og bjart yfir öllu og ég sá fyrir mér vorhlýindi framundan. Á ljósastaur sat hins vegar bísperrtur sílamávur og hló illkvittnislega. Í fyrstu vissi ég ekki að hverju hann var að hlæja en þegar ég leit út um gluggann rétt fyrir hádegið og sá snjókomuna skildi ég að hann hafði verið að segja mér að fagna ekki of snemma. Í fyrra var ég að leiðsegja hóp Soroptimista um Snæfellsnes þann 20. júní og rútan var stöðvuð efst í toppi brekkunnar á Vatnaleið til að fólk gæti fengið sér kaffi. Þá snjóaði á okkur og fólkið stóð skjálfandi með kaffibollana íklætt lopapeysum, vettlingum og húfum. Nei, það borgar sig ekki að fagna vorkomunni of snemma hér á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er aldeilis að þú fékkst auglýsinguna í Íslandi í dag fyrir nokkrum mínútum. Ég segi á móti ... Hvers vegna þurfa konur að líkjast karlmönnum þótt þær séu í ábyrgðarmikilli stöðu? Mega þær ekki vera kvenlegar? Kynin eru ólík og ég sé enga ástæðu fyrir að þær reyni endalaust að líkjast körlum.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og svo plataði gluggaveðrið mig svo illa í morgun að ég fór úr húsi í frekar stuttu pilsi og frekar þunnum sokkabuxum. Suma daga hefur verið hlýtt og gluggaveðrið verið raunveður. Í fyrramálið gái ég á mælinn líka, huhh.

Berglind Steinsdóttir, 17.4.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Gluggaveður indeed !!  Ég sá fyrir mér fínt gönguveður í dag en þegar vinnan var búin og ég fór út kól ég næstum inn að beini á 10 sek.  Vor smor !

Svava S. Steinars, 17.4.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir pistil.  Við verðum að vera raunsæ með vorkomuna.  Vorið kemur í maí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband