16.10.2007 | 09:31
Hvatvísin lengi lifi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 10:59
Súr sigur
Bloggar | Breytt 16.10.2007 kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.10.2007 | 09:54
Þrjú horn og draumleysi
Ég gekk á fjallið Þríhyrning um helgina. Fór að vísu ekki alveg upp á topp vegna hvassviðris en skemmti mér konunglega í góðum hópi Kraftgöngufólks. Eftir þessa hressandi göngu í (sumir lentu í sviptivindum og urðu að fleygja sér á bakið til að fjúka ekki út í buskann) fórum við í sumarbústað hjóna í hópnum og borðuðum ótrúlega gott grillkjöt frá Ká-Ess kjötvinnslu. Við hjónin vorum hvorugt í mjög góðu formi, Gummi enn að jafna sig eftir lungnabólguna sem hann fékk í sumar og ég hef mest gengið á jafnsléttu þannig að fjöllin eru erfið í augnablikinu. En ég hefði sannarlega ekki viljað missa af þessu og vonandi verða fleiri ferðir með Kraftgönguhópnum sem fyrst.
Þríhyrningur er reglulega fallegt fjall og þaðan er mjög víðsýnt, enda faldi Flosi á Svínafelli sig þar eftir að hann hafði brennt Njál og fjölskyldu hans inni á Bergþórshvoli. Þaðan gat hann fylgst með mannaferðum og fullvissað sig um að enginn kæmi á eftir þeim til að hefna illvirkisins. Fyrst þegar ég heyrði nafnið hélt ég að það væri til komið vegna þess að fjallið væri í laginu eins og þríhyrningur og það var ekki fyrr en ég sá það frá tilteknu sjónarhorni að ég áttaði mig á að á því eru þrjú horn. Auðvitað þekktu forfeður okkar ekki táknið þríhyrning sem flöt með þremur hornum þannig að sjálfsögðu hefðu þeir aldrei skýrt eitthvað þríhyrningslaga eftir því. Í þeirra huga táknaði þríhyrna eitthvað allt annað. Mig minnir það vera sólartákn eða eitthvað svoleiðis.
Í ferðinni var Njála rifjuð upp og að sjálfsögðu draumur Flosa þegar hann dreymdi að jötuninn kæmi með járnstaf í hendi úr Lómagnúp og kallaði upp nöfn brennumanna. Mér hefur alltaf þótt gaman af draumum og draumráðningum og sú var tíð að mig dreymdi mikið á hverri nóttu og mundi það allt þegar ég vaknaði. Nú man ég hins vegar sjaldnast stundinni lengur það sem mig dreymir og flesta morgna vakna ég og finnst að mig hafi ekki dreymt neitt. Þetta þurfti auðvitað að byrja eftir að ég uppgötvaði ágæta vefsíðu www.draumar.is þar sem hægt er að slá inn ýmsum orðum og fá að vita hvað þau þýða í draumi. (Að vísu fá á íslensku en þess fleiri á ensku). Já, það verður að fara að gera eitthvað í þessu draumleysi. Getur maður borðað eitthvað sérstakt til að ýta undir drauma? Kannski draumsóley?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2007 | 16:11
Stöðumælar, verkfæri djöfulsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2007 | 09:39
Gamalmenni á ýmsum stigum
Jæja, þá er ég ári eldri en ég var í fyrradag. Þann 1. október þjóðhátíðardag Kínverja á ég afmæli og varð blíb ára gömul. Sonur minn sendi mér hjartnæma afmæliskveðju í SMS-i, nefnilega: Til hamingju með daginn gamla hræ og dóttirin gaf mér gullfallega eyrnalokka. Annars er þvílíkt afmælisfargan í fjölskyldunni þessa dagana að það hálfa væri nóg. Tengdamamma varð áttræð þann 26. sept. og við fórum með henni út að borða á laugardagskvöldið að því tilefni. Ég átti svo afmæli í gær, tengdadóttir mín í dag og sonur minn á fimmtudaginn. Maður bara tútnar út af öllum þessum afmælismat.
Mamma kom í gærkvöldi til að færa mér afmælisgjöf og sagði mér einstaklega fína sögu af upplifunum gamalmenna í þessu landi og kannski ekki seinna vænna að maður fari að venja sig við því sjálfsagt eru þetta örlög okkar allra. Hún hafði fengið andlitsbað í afmælisgjöf í vor og hugðist nýta sér það núna. Hún mátti sjálf velja snyrtistofuna og hún hringdi og pantaði tíma hjá einhverjum Kínverjum í Hamraborg. Það gekk greiðlega og gamla konan mætti á tilsettum tíma og var þá skipað að klæða sig úr öllu nema nærbuxunum. Henni leist nú ekki á að fara í andlitsbað nánast nakin þannig að hún reyndi með bendingum að gera konunni sem talaði nánast enga íslensku skiljanlegt að hún væri að koma í andlitsbað. En það var sama hvað hún benti og pataði úr skyldi hún og til að lenda ekki í enn verri hremmingum hlýddi mamma. Henni var svo vísað inn í hálfrokkið herbergi þar sem hún sá varla neitt en tókst samt að paufast að einhverjum bekk og koma sér notalega fyrir.
Þá birtist sterklegur Kínverji og skipaði henni með bendingum að snúa sér við, ekki bara á magann heldur átti höfuðið að vera þar sem lappirnar voru. Gamla konan hlýddi hálfskelkuð og kom sér fyrir með andlitið í þar til gerðri holu. Hún reyndi að stynja því upp að hún hefði ætlað að fá andlitsbað en Kínverjinn skildi ekki orð og svarði með einhverjum tjíáng syngjanda sem mamma skildi ekki bofs í. Hún kaus því þann kostinn að gera eins og henni var sagt. Þá upphófst baknudd með miklum tilfæringum og handaskellum. Með reglulegu millibili barði hann hana með handarjarkanum og endaði með að renna fótunum eftir völdum stöðum á líkamanum. Þegar þarna var komið gerði mamma sér ljóst að gersamlega vonlaust væri að reyna að skýra fyrir þessu fólki að hún væri þarna komin í andlitsbað svo hún sætti sig einfaldlega við örlög sín. Henni var svo snúið og hún nudduð, barin og fótum troðin jafnvandlega að framan sem að aftan. Meðferðinni lauk svo á því að konan sem talaði örfá orð í íslensku kom og nuddaði á henni andlitið og setti á hana einhvern ferskan maska með agúrkulykt.
Þetta var ekki alveg andlitsbaðið sem mamma hafði reiknað með en hún er víst svo lipur og fín í skrokknum að hún hefur ákveðið að panta annan tíma. Mórallinn í þessari sögu er sem sagt: Þó þú fáir ekki alveg það sem þú reiknaðir með þarf það ekki að vera slæmt og gamalmenni hafa gott af því að vera barin af og til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)