27.4.2008 | 19:35
Í leit að Brimkatli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.4.2008 | 18:43
Skelfileg innrás
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2008 | 19:01
Þemaferðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2008 | 18:17
Dýragarðurinn skrautlegi
Gleðilegt sumar kæru bloggvinir og takk fyrir skemmtunina í vetur. Minn skrautlegi dýragarður hefur skemmt okkur hjónunum í allan dag. Týra tapaði stríðinu um nærfataskúffuna því þegar húsbóndinn kom heim herti hann svo á lömunum á hurðinni að kötturinn getur ekki opnað hana lengur. Húsmóðirin ekki heldur en mér skilst að það sé smáatriði miðað við hurðin er kattheld. Týra lætur ekki deigan síga þrátt fyrir þetta og í stað nærfata hefur hún nú kosið sér rúmföt. Hún opnar annan skáp klifrar upp eftir skúffunum í honum, vegur salt efst á hurðinni í dágóðan tíma meðan hún opnar efri skápinn og stingur sér svo inn í tandurhrein rúmfötin okkar. Blessað dýrið er bæði útsjónarsamt og nægilega skynsamt til að snúa sér á öðru þegar það sér að orrustan er töpuð. Freyja var í sumarskapi og tók til í garðinum með húsbóndanum. Hún gróf upp viðbjóðslegt bein og sat hróðug yfir því þegar ég kom heim úr verslunarleiðangri með heimasætunni. Mattinn minn ver heimilið með kjafti og klóm þrátt fyrir að vera steingeldur og ætti því að vera laus við alla árásargirni. Hann kom alblóðugur inn um daginn og hægra eyrað var ansi illa farið. Við fórum með hann til dýralæknis þegar stór bólguhnúður tók að myndast við það. Ekki var sýking í því en Matti fékk áburð, hreinsun á sárinu og fúkkalyf. Hann lét þetta ekki á sig fá og við sáum hann hvæsandi á helmingi stærri kött úti áðan.
En að sumarkomunni. Á mínu heimili var alltaf gert mikið úr sumardeginum fyrsta. Við systur fengum sumargjafir oftast skóflur og fötur eða strigaskó og stígvél fyrir sumarið. Við kunnum allar vísuna: Á sumardaginn fyrsta var mér gefin kista sokkaband og klútur mosóttur hrútur. Oftast voru svo bakaðar vöfflur með kaffinu og glaðst yfir sumarkomunni. Við fórum ekki í skrúðgöngur eða sinntum öðrum hátíðahöldum en það var alltaf hátíð í bæ. Ég hef alltaf gefið mínum börnum sumargjafir, enda er það mun eldri siður hér á landi en jólagjafir. Mér finnst sumardagurinn fyrsti dásamlegur frídagur og yndislegt allt standið í kringum hann. Og fyrst við minnumst á sumarið þá ætla ég að skipuleggja ásamt vinkonu minni þemaferðir í sumar. Um er að ræða gönguferðir með ákveðið þema svo sem grasafræðiferð, steinaskoðunar- og tínsluferð, söguferðir á ýmsar slóðir og kvennaferð þar sem við einbeitum okkur að sögu kvenna á hverjum stað. Þessar ferðir munu kosta mismikið eftir því hvort fólk fer á staðinn á eigin bílum eða ekki en við erum báðar lærðir leiðsögumenn og hin er hjúkrunarfræðingur að auki. Ef þið hafið áhuga á að bóka fyrir litla hópa hafið þá endilega samband við mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2008 | 14:07
Aumingjakakan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.4.2008 | 16:20
Meinleg uppákoma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.4.2008 | 15:23
Hin hamingjusama hóra!
Ég verð alltaf jafnhissa á hversu lífsseig mýtan um hina hamingjusömu hóru er. Í 24 stundum í dag er viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við Guðmund Ólafsson. Þar segir: Mér finnst hlægilegt þegar athyglissjúkir femínistar fara að berjast gegn klámi og vændi. Er eitthvað að því þótt fólk hafi gaman af að horfa á dónalegar myndir? Það er prívatmál. Vændi er fyrst og fremst kynlíf fátæklinga. Klám er kynlíf þeirra allra fátækustu sem hafa ekki einu sinni efni á því að kaupa sér vændi. Hér eru nokkrar staðreyndir til umhugsunar fyrir fátæklinga sem kaupa sér klám og vænd.
1 Í engum starfsgreinum eru sjálfsmorð jafntíð og í klám- og vændisiðnaði. Þar munar meira að segja gífurlega miklu á næstu starfstétt fyrir neðan.
2. Vímuefnanotkun er ekki eins almenn í neinum öðrum iðnaði.
3. Yfir 80% þeirra sem starfa í klám- og vændisiðnaði hafa orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi.
Þetta byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið í Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Konur frá fyrrum austantjaldsríkjum sem bjargað hefur verið úr kynlífsánauð á Vesturlöndum hafa hræðilegar sögur að segja. Meðal annars að kúnnarnir fóru sínu fram þótt þær grétu allan tímann og kvörtuðu við dólgana yfir því hversu leiðinlegar þær væru. Það þýddi barsmíðar. Nokkrar höfðu beðið kúnnana að leyfa sér að nota farsíma sem þeir voru með en þeir neituðu á þeirri forsendu að dólgurinn hefði bannað þeim það. Og það þarf ekki konur í ánauð til. Ung íslensk stúlku sem leiddist úti í vændi vegna fíkniefnaneyslu drap sig vegna þeirrar hræðilegu reynslu sem henni tókst aldrei að komast yfir eða jafna sig á.
Sjaldan hef ég verið jafnhreykin af syni mínum og þegar hann sagði í umræðu um nektarstaði. Ég gæti ekki hugsað mér að fara á svoleiðis staði því hvernig veit ég hvort stúlkan sem dansar á sviðinu er ein af þeim sem nýtur starfsins eða úr hópnum sem neyðst hefur út í það. Ég get ekki greint þar á milli og því kæri ég mig ekki um að koma á svona staði.
Þetta er einmitt málið. Hvernig vita karlmenn að hóran sem þeir eru með er hamingjusöm og ánægð með starfið? Þegar grátur austantjaldskvenna sem ekki geta tjáð sig á sama máli og kúnnarnir nægir ekki til að þeir kveiki á neinu er þá líklegt að daufari merki séu nóg? Í hugum flestra en kynlíf eitthvað sem menn stunda með einhverjum sem þeim þykir vænt um og vilja nálgast með hlýju og trausti. Fátækir eða ríkir hafa sömu þörf fyrir slíka blíðu og atlot. Það að borga fyrir er merki um andlega fátækt og skammsýni fremur en efnahagslega veikleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
11.4.2008 | 09:44
Skondin orðatiltæki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.4.2008 | 09:37
Föðurleg
Ég tók strumpaprófið og niðurstaðan var að ég væri Papa Smurf. Því miður virðist aldrei birtast mynd og texti þótt ég kóperi kódið sem manni er sagt að kópera. Þið verið bara að klikka á linkinn til að sjá hver ég er eða skoða á blogginu hans Hrannars. Við virðumst andlega skyld að minnsta kosti í Strumpalandi.
<script type="text/javascript" language="javascript"src="http://bluebuddies.com/js/Papa_Smurf.js"></script>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.4.2008 | 09:47
Hvað er að sumu fólki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)