24.7.2007 | 17:56
Fyrstu kynni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.7.2007 | 17:01
Rebbarnir samir við sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2007 | 11:15
Fleiri syndir
Gamlar syndir hafa langan hala segir máltækið og nú eru þau Elín Arnar og Geiri bæði búin að klukka mig þannig að ég verð víst að gefa upp fleiri leyndarmál.
1. Já, það er rétt hjá Geira ég lék hóru í uppfærslu MH á Túskildingsóperunni og spókaði mig um sviðið í lífstykki af ömmu hennar Höllu. Ári áður hafði ég leikið asna í Drekanum þannig að leiklistarferill minn var glæstur og eftirminnilegur.
2. Ég er hræðilega veik fyrir loðskinnum og veit ekkert yndislegra en strjúka dýrum, enda á ég þrjú. En ég er líka yfir mig hrifin af pelsum, keipum og loðbrydduðum fatnaði.
3. Leiðinlegt fólk fer óskaplega í taugarnar á mér. Þegar ég var yngri var ég viss um að fólkið hefði valið leiðindin og gæti auðveldlega breytt sér ef því sýndist svo. Nú hallast ég að því að sumir eru svo sorglega leiðinlegir að það getur ekki verið afrakstur eins tilviljanakennds getnaðar heldur hlýtur það að vera afrakstur skipulagðrar ræktunar. Ég tel mig nefnilega hafa séð þess merki að leiðindi eru ættgengari í sumum fjölskyldum en öðrum.
4. Ég hef afskaplega gaman af gönguferðum í náttúrunni en er svo lofthrædd að nokkrum sinnum hefur það komið fyrir mig að frjósa í miðjum hlíðum einhvers fjalls og komast hvorki lönd né strönd. Þá hefur það komið í hlut mannsins míns að tala mig niður.
5. Almennt hef ég ekki gaman af húmor sem snýst um að niðurlægja aðra eða gamanmyndum þar sem allt snýst öndvert gegn aðalsöguhetjunni hvernig sem hún reynir. Ein undantekning er frá þessari reglu. Þegar ég sé fólk renna á rassinn á svelli grípur mig yfirleitt óviðráðanleg kátína og því lengur sem manneskjan er að berjast við að halda jafnvæginu því fyndnara finnst mér atvikið.
6. Ég er ákaflega ólyktnæm en jafnframt óskaplega klígjugjarnt þannig að sennilega er þetta enn eitt dæmið um hvernig náttúran sér okkur fyrir jafnvægi.
7. Ég horfði á Dallas í gamla daga.
8. Ég er sjúk í breska leynilögguþætti og breskar sakamálasögur. Las Agöthu Christie upp til agna á unglingsárum og lærði margt um mannlegt eðli af Ms. Marple.
Ég læt það vera að klukka einhvern annan því allir sem mér koma í hug hafa verið margklukkaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2007 | 22:16
Ormur í fyrra lífi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2007 | 22:01
Heiður og sómi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 19:48
Upp komst um strákinn Tuma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2007 | 09:14
Eldri systkini gáfaðri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.7.2007 | 14:28
Dómar úr fornöld
Ég er ekki sú eina sem fædd er á vitlausri öld. Nú hafa þrír dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur sýnt að þeir hafa ekki kynnt sér nýjustu rannsóknir, viðhorf eða lög. Ég læt mér þó nægja að leggja ekki lag mitt við nýjustu tækni og skaða því ekki einstaklinga. Dómarar þessi sýkna ungan mann af nauðgunarákæru vegna þess að fórnarlambið streittist ekki nægilega á móti og mótmælti ekki. Margar rannsóknir eru til sem sýna að margt fólk hreinlega lamast af skelfingu þegar ofbeldismenn ráðast á það og hvergi í heiminum er það talið til vansa nema þá hér á Íslandi. Dómararnir viðurkenna að samræðið var ekki með vilja konunnar í máli þessu en þar sem árásarmaðurinn beitti ekki nægu ofbeldi er hann sýknaður. Í hegningarlögum segir að hver sá sem með ofbeldi. þvingunum eða annarri nauðung neyði annan til samræðis sé sekur um nauðgun. Það að ýta konu inn í klósettklefa og læsa hana þar inni og fara þannig að henni að stórsér á henni er að mínu mati þvingun. Hvað þarf meira til? Ég er reið og hneyksluð.
Og að auki. Hvers konar lögmenn eru það sem ganga fram í fjölmiðlum og gera þar píslarvotta úr skjólstæðingum sínum á kostnað fórnarlamba þeirra? Lögmenn eiga að gæta hlutleysis og því eðlilegt að þeir láti ekki í sér heyra í fjölmiðlum á þann veg að þeir dragi svo augljóslega taum annars málsaðila. Takið eftir muninum á málflutningi Margrétar Gunnlaugsdóttur og Sveins Andra Sveinssonar. Sveinn Andri lýsir fjálglega píslum skjólstæðings síns og segir hann eiga rétt á skaðabótum. Margrét segist ekki vera sammála dómnum og rekur forsendur hans. Hún minnist hvergi á þjáningar skjólstæðings síns né er hún með upphrópanir um að við almenningur skuldum henni eitthvað. Réttlætiskennd flestra væri þó fremur tilbúin að samþykkja þá kröfu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.7.2007 | 10:51
Fædd á vitlausri öld
Já, elskurnar mínar. Þið kannist greinilega öll við pennavandamálið sem ergir mig svo mjög. En vegna þess að Ásgeir vinur minn nefndi að ég gæti tekið tæknina í þjónustu mína verð ég að játa að stundum held ég að ég sé fædd á vitlausri öld. Ég er einstaklega tækjafötluð og hef megna andstyggð á öllum tækjum sem eru flóknari en það að tveir takkar on og off blasi við og þrýstingur á þá nægi til að tækið geri allt sem gera þarf. Tæki hafa líka sérstæða andúð á mér og iðulega hef ég lent í að þau hreinlega bila við það eitt að ég horfi á þau. Oftar reynar vegna þess að ég geri eitthvað við þau.
Hér í gamla daga meðan enn voru notaðar ritvélar reyndi ég að skipta um borða með þeim einum árangri að ritvélin murraði illkvittnislega þegar ég ætlaði að byrja að vinna aftur. Það þurfti manneskju með svarta beltið í ritvélaviðgerðum til að koma henni í samt lag. Í Búnaðarbankanum í gamla daga tíðkaðist almennt ekki að drekka í vinnnunni en einn föstudaginn skáluðum við í sérríi til að halda upp á einhvern áfanga sem ég er löngu búin að gleyma. Mér tókst að sjálfsögðu að hella mínu glasi yfir reiknivélina mína og óhætt er að segja að hún hafi ekki borið sitt barr upp frá því. Í hvert skipti sem kveikt var á henni spýttist úr henni pappírinn skreyttur merkjum sem einna mest líktust litlum kínverskum hrísgrjónabændum með sína barðastóru hatta. Ég þorði ekki að senda hana í viðgerð og stal því reiknivél af næstu skrifstofu. Sennilega hefði þó verið réttara að senda reiknimaskínuna í meðferð en í viðgerð.
Þegar ég bráðung og efnileg hóf blaðamennskuferilinn á Þjóðviljanum voru þar tölvur sem ég hafði aldrei séð áður. Á ýmsu gekk í samskiptum okkar og skjöl hurfu, birtust aftur og týndust á dularfullan máta. Þó tók steininn úr þegar ég hellti kaffibolla yfir lyklaborðið og tölvan æpti svo og hljóðaði að ritstjórinn kom hlaupandi til að gá hvað gengi á. Ég stóð eins og illa gerður hlutur meðan hann hellti kaffinu úr lyklaborðinu og bað mig vinsamlegast afsökunar á látunum í tölvunni. Ég stundi vandræðaleg að ég hefði sennilega hljóðað líka hefði einhver hellt yfir kaffi. Ég var ekki rekin fyrir pyntingar á tækjum og varð satt að segja bráðhissa á því.
Ég hef átt og notað nokkra diktafóna um ævina en byrjaði ekki að nota slíkt fyrr en árið 2003. Þá hafði ég starfað við blaðamennsku frá 1989. Ég er þó enn alltaf með penna og blað og tek nótur því ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef staðið í þeirri meiningu að ég væri að taka upp en ekkert komið inn á tækið. Ýmist vegna þess að það hafi verið batteríislaust, ekki kveikt á því eða það hreinlega bilað. Já, nóturnar mínar hafa bjargað orðspori mínu ansi oft og þess vegna nota ég enn penna sem í fúlskap sínum og illkvittni verða iðulega bleklausir.
P.S. Ásgeir minn ég á svona diktafón eins og þú talar um en hef aldrei lagt í að reyna að finna út hvernig maður hleður hljóðskrá inn í tölvuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 11:49
Svo bregðast krosstré sem önnur ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)