25.9.2007 | 16:32
Nú er komið hrímkalt haust
Rokið og rigningin undanfarið hefur lítið pirrað mig. Á þessum fjórum árum sem liðin eru síðan ég fór í hundana hef ég lært eftirfarandi: 1. Veðrið er aldrei eins slæmt og það lítur út fyrir að vera út um gluggann. 2. Ef gengið er í skóginum í Heiðmörkinni er alltaf logn. 3. Rigningin er besta húðhreinsun sem um getur. 4. Veðurblíða er stórlega ofmetin.
Undanfarið höfum við Freyja gengið tvisvar sinnum í Búrfellsgjánni. Í fyrra skiptið var sól og blíða þannig að ég fór í flíspeysunni og gekk á stuttermabol. Við nutum þess að skoða dumbrautt bláberjalyngið þar sem það kallaðist á við heiðgulan víðirinn og rústrautt krækiberjalyng. Freyja hefur reyndar lítinn áhuga á litadýrðinni en elskar að hoppa í kjarrinu og þefa af mosanum. Í seinna skiptið fór Gummi með okkur og þá þaut rokið fyrir ofan okkur en logn var í gjánni sjálfri. Þetta er hreinlega yndislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2007 | 10:17
Tískulöggur í sálfræðileik
Fyrir tilviljun rak ég augun í sjónvarpið á laugardaginn þegar þáttur með tískulöggunum Trinny og Susannah stóð sem hæst. Ég hef aldrei nennt að fylgjast með þessum þáttum því fatnaðurinn sem þær stöllur velja er að mínu mati ekkert sérlega smekklegur þótt þær vissulega bæti ögn útlit skjólstæðinga sinna. Annað væri eiginlega ómögulegt því viðfangsefni þeirra eru í flestum tilfellum nær örugglega sjónlaus eða það allra versta úr fataskáp þeirra valið fyrir myndavélarnar. Það sem gerði það að verkum að ég fór að fylgjast með var sú staðreynd að þær eru ekki lengur í hlutverki stílista heldur voru þær staðráðnar í að bæta hjónaband viðfangsefnisins og líkamsímynd hennar eftir brjóstnám. Og mér blöskraði. Hvernig í andsk. dettur tveimur manneskjum með áhuga á fötum og tísku það í hug að þær geti tekið að sér hlutverk sálfræðings og hjónabandsráðgjafa? Þær létu sér sem sé ekki nægja að klæða fólkið í ný föt heldur var það látið hátta bak við gegnsætt skilrúm og dást að líkömum hvors annars. Sérlega ógeðfellt! Er þetta enn eitt dæmið um að raunveruleikaþættir þurfa alltaf að stíga skrefinu lengra til að halda vinsældum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 11:25
Samskipti móður og sonar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.9.2007 | 11:37
Hvernig lýsa má klósettsetu?
Ég kenni tvo tíma í frásagnartækni í Leiðsöguskólanum í ár og var að ræða um hversu misauðvelt það væri að segja frá hlutunum. Í því sambandi rifjaði ég það upp að ég fékk eitt sinn það verkefni hjá Vikunni að skrifa auglýsingatexta um klósettsetu. Þetta einstaklega, eftirsóknarverða verk féll mér í skaut því ég sá um þátt sem hét og heitir Flott og gott og er auglýsingatengd síða. Einhverjir snillingar voru á þessum tíma að flytja inn klósettsetur sem voru margfaldar í roðinu eða þannig að ef sett var niður ein seta dugði hún fyrir fullorðna rassa en ef önnur var látin falla ofan á hana passaði hún fullkomlega fyrir barnsrassa.
Nú má enginn misskilja mig. Mér þykir það hið besta mál að litlir rassar geti lært að gera þarfir sínar í klósettið án þess að pompa ofan í en það að einhverjum skyldi detta í hug að hægt væri að skrifa um fyrirbærið áhugaverðan og aðlaðandi texta kom mér á óvart. Svo verð ég eiginlega að segja ykkur í trúnaði að myndirnar sem fylgdu þessum uppbyggilega texta mínum voru sválega viðbjóðslegar eða nákvæmlega eins aðlaðandi og nærmyndir af klósettsetum geta orðið.
Meðan ég vann að textanum datt mér hins vegar stöðugt í hug saga sem ég heyrði þegar ég var í enskudeildinni. Í Bretlandi varð hið versta hneyksli þegar síðar, blúndunærbuxur Viktoríu drottningar voru seldar á uppboði. Menn máttu ekki til þess hugsa að undirfatnaður, næturgagn eða önnur þarfaþing sem Elísabet hefði nýtt sér kæmust í skítugar hendur almennings því var stofnað nýtt embætti. Það var staða Hins konunglega klósettsetuberara (Bearer of the Royal Toilett Seat). Þessi mikilvægi embættismaður fylgir, eftir því sem ég best veit, Betu enn á ferðum sínum um heiminn og skiptir samviskusamlega um klósettsetu í hvert skipti sem gamla konan þarf að bregða sér á salernið. Þessa sögu sagði mér breskur kennari minn í enskudeildinni og ég trúði henni eins og nýju neti og sel ykkur hana á afsláttarprís.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2007 | 09:54
Svona er ég þá inn við beinið
Æ, mér tekst ekki að koma hér inn kódanum sem á að láta mynd af bókinni birtast. En ég er sem sagt Anna í Grænuhlíð samkvæmt þessu persónuleikaprófi. Þeir sem vilja vita hvaða bók þeir eru fari á www.bluepyramid.org/ia/bquiz.htm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2007 | 14:44
Leið getur lyktin orðið
Freyja gerir það ekki endasleppt fremur venju. Á göngu í Kópavogsdalnum í gær velti hún sér upp úr einhverjum viðbjóði og ég hafði svo sem orðið vör við lyktina áður en ég fór í vinnuna. Þegar ég kom heim í gærkvöldi, nota bene, kl. 19.00 nennti ég ekki að baða hana og gerði mér vonir um að sleppa því mitt ólyktnæma nef greindi ekki lykt af kvikindinu þegar ég stóð í u.þ.b. 5 m fjarlægð frá henni. Mér fannst þetta bara ágætislausn þ.e. halda mér bara í þessari tilteknu fjarlægð frá þefdýrinu. Þá kom Eva heim og fýldi grön. Fjarlægðin hjá henni varð nefnilega að vera um það bil hálfur kílómetri til að hún skynjaði ekki lyktina. Ég neyddist til að baða hundinn til að barnið fengist til að borða og sofa í húsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2007 | 17:06
Hvenær verður nauðgun glæpur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.9.2007 | 19:11
Staðgenglar statista
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2007 | 23:06
Alveg hreint frábær dagur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.9.2007 | 20:29
Ljóðskáldið frábæra
![]() |
Finndu í hjartanu (Bæn fyrir rödd, brjóstkassa og einveru) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)