7.1.2009 | 11:01
Mikilvægi undirfata
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.1.2009 | 11:40
Heilarandi og annað gott
Ég hef ekki bloggað ansi lengi og spyr bara eins og kerlingin forðum: Ætli ég hafi nú loksins lært að þegja? Nei, ég held varla. Hins vegar hrundi tölvan mín og enn er ekki útséð um hvort borgar sig að gera við hana eður ei. Ég hef því lítið getað farið á Netið nema hér í vinnunni og ekki gengur alltaf vel að stela stundum til að skrifa blogg meðan blaðið krefst þess að einhver skrifi það. Ég vil byrja á að óska öllum bloggvinum mínum gleðilegs árs og þakka þeim fyrir allar kveðjurnar sem sannarlega voru kærkomnar. Um daginn var ég svo að rifja upp þann forna sið að skilja eftir heilaranda í rólunni eða sætinu þegar maður stóð upp sem maður tíðkaði mjög hér á árum áður. Ég stóð sem sagt í þeirri meiningu að heilarandi væri einhver hluti heilans sem hefði þá náttúru að hann gæti stokkið úr höfði manns og litið eftir svo lítilvægum hlutum sem sætinu ef maður þyrfti að skreppa frá. Magga systir hélt að þetta væri heilarönd en það var ekki fyrr en við systur vorum orðnar ansi stórar og fullorðnar að við uppgötvuðum að það var heilagur andi sem beðinn var fyrir sætið en ekki hinn árvökuli heilarandi eða hin síkvika heilarönd. Ég vona hins vegar að heilarandar og heilarendur landsmanna megi virka vel á komandi ári ekki veitir af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 11:52
Leiðrétting
Hafa skal það sem sannara reynist. Ég verð að leiðrétta þann misskilning minn að það var ekki jafnréttisþing sem haldið var í Iðnó heldur var þetta málstofa gegn kynbundnu ofbeldi á vegum The European Women's Lobby. Ég hafði heyrt að kvenréttindakonur hyggðust halda eigið þing og ákvað þess vegna þetta væri það. En það breytir ekki því Magga mín fékk viðurkenningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 17:55
Systrakærleikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.11.2008 | 15:26
Óbjörgulegar björgunaraðgerðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.11.2008 | 20:12
Glæpamenn og glæpirnir sem þeir fremja
Ég var að lesa bók Erlu Bolladóttur, Erla góða, Erla, og verð að segja að ég er hálfsjokkeruð eftir lesturinn. Hingað til hafði ég haldið að rannsóknarmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefðu í einlægni talið sig vera að vinna að því að upplýsa málið og rétt eins og íslenskur almenningur trúað því að þessir einstaklingar væru sekir um morð. Ef marka má tilfinningu Erlu gagnvart yfirheyrslunum, og í raun er engin ástæða til að efast um hana, vissu þessir menn fullvel að ekki stóð steinn yfir steini í frásögnum hennar og þversagnir voru svo margar og margvíslegar að allt rakst á hvers annars horn. Henni fannst hún vera að leika í leikriti og að hún og rannsóknarmenn vissu fullvel að um spuna og tilbúning væri að ræða. Þessir menn voru hins vegar ákveðnir í því að leiða málið til lykta á einn veg til þess að tryggja starfsframa sinn og vegferð í kerfinu og það tókst. Þeir hafa allir hafist til æðstu metorða hver á sínu sviði og þótt almenningur viti í dag að rannsókn þessi var meingölluð og aðilar málsins saklausir af þeim sökum sem á þá voru bornar hafa þeir aldrei þurft að svara fyrir verk sín. Líf fjögurra ungra manna og einnar konu var lagt í rúst og fjórir menn sátu saklausir í gæsluvarðhaldi með öllum þeim sársauka sem því fylgir. Nú verðum við að spyrja okkur hverjir séu glæpamennirnir í þessu máli og hvers konar glæpur var framinn fyrir rúmum þrjátíu árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2008 | 16:07
Að spila með eða sitja hjá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.10.2008 | 10:00
Ofurlítill pirringur
Í vor fluttum við hjónin símaþjónustu okkar frá Vodafone til Tals. Ég er mikið að hugsa um að nota búferlaflutningana og flytja símann aftur því ég hef barasta aldrei kynnst öðrum eins klúðrurum og Talsmönnum. Ég bað um að síminn og nettengingin yrðu flutt þann 20. október. Tveimur dögum síðar var heimasíminn kominn og allir glaðir. Netið er hins vegar ekki komið enn og bólar ekki á því. Við hringdum viku síðar og var þá sagt að netið myndi detta inn þá og þegar. Mikil hundakæti greip svo heimilisfólk þegar ég fékk SMS frá Tali fyrir tveimur dögum þar sem tilkynnt var að nú væri Netið komið og ég gæti tengt mig. Við hlupum að tölvunum en ekkert gerðist. Á skjáinn komu leiðinda tilkynningar um að netforritið gæti ekki tengst síðunni sem beðið var um. Enn og aftur var hringt og þá kom í ljós að tengingin var vitlaus. Ég spurði hvort jafnlangan tíma tæki að leiðrétta tenginguna og tekið hafði að tengja hana rangt og fékk þau svör að þetta væri alveg að koma og myndi detta inn þá og þegar. Síðan bætti starfsmaðurinn við: Það getur alltaf komið fyrir að menn tengi vitlaust. Þakka þér fyrir að benda mér á hið augljósa. Mér hefði að sjálfsögðu aldrei dottið það í hug af sjálfsdáðun. En sem sé, tveir dagar liðnir og enn ekkert net. Bloggvinir góðir, ég laumast á bloggið í vinnunni ef dauð stund gefst en þar fyrir utan eru mér allar bjargir bannaðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.10.2008 | 09:49
Hamstrar og aðrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2008 | 16:05
Af hórum og mónum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)