Áhrif ofurskáldsins

downloadWilliam Shakespeare fæddist árið 1564. Hann skrifaði sitt fyrsta leikrit Hinrik VI, líklega í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þá þegar hafði margt gengið á í lífi hans, meðal annars hafði hann gifst og yfirgefið eiginkonuna og flutt til London. Þar hófst ferill sem enn stendur í miklum blóma rúmum fjögur hundruð árum síðar.

Margoft hefur verið rætt og ritað um hvers vegna verk Shakespeares lifa svo lengi og þau ótrúlegu áhrif sem hann hefur haft ekki bara á leikritun heldur almennt á leiklist og skáldskap. Enginn vafi leikur á að orðsnilld hans er hluti af því að eldgömul verk tala til okkar enn í dag en einnig umfjöllunarefnin. Hann fjallar um mannlegar tilfinningar fyrst og fremst og engin persónu í Shakespeare-verki er flöt eða einföld. Þær eru ávallt margræðar þótt þær séu misáhugaverðar. Það er ástæða þess að hægt er að sviðsetja þessi verk á hvaða tíma sem er, staðsetja þau hvar sem er landfræðilega og í sögunni og leika sér með sviðsmynd og túlkanir.

Um þessar mundir eru tvö Shakespeare-verk á fjölunum í leikhúsunum hér. Macbeth í Borgarleikhúsinu og Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu. Þetta eru gerólík verk og einnig farnar mjög ólíkar leiðir í þessum uppsetningum. Í Borgarleikhúsinu er óhugnaðurinn allsráðandi og valdagræðgin sem kraumar undir niðri en í Þjóðleikhúsinu léttleikinn og fjörið.  Í báðum sýningum er stuðst við nýjar þýðingar á verkinu. Karl Ágúst Úlfsson þýðir, Hvað sem þið viljið og Kristján Þórður Hrafnsson Macbeth. Báðir leggja áherslu á að færa málfarið til nútímamáls og gera textann þar með skiljanlegri okkur sem nú erum á dögum. Ég var ánægð með þýðingarnar þótt óneitanlega sé svolítið skrýtið að heyra uppáhaldseinræðurnar fluttar í svo gerólíku formi. Ósjálfrátt fór maður að hafa þær yfir í huganum í gömlu þýðingunni. En báðar I9A4493-1024x683sýningar eru áhugaverðar og gefa nýja innsýn í verk leikskáldsins mikla. 

Hvers vegna á hann erindi enn í dag?

Á RÚV voru fyrir nokkru sýndar þrjár þáttaraðir sem fengu yfirskriftina Í saumana á Shakespeare sem var þýðing á Shakespeare Uncovered. Þar tóku heimsþekktir leikarar fyrir, hver sitt verk, stórskáldsins og fjalla um samfélagið, söguna og umhverfið sem það er sprottið úr. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa leikið aðalhlutverk í einmitt þessu verki og einbeita sér þess vegna oft að því að greina það hlutverk umfram önnur. Leitað er til ýmissa sérfræðinga sem fræða okkur um viðhorf á tímum Shakespeares og hvað kunni að hafa verið kveikjan að einmitt þessu efni. Þetta eru hreint út sagt dásamlegir þættir og ótrúlega fræðandi. 

Togstreitan fylgir nöfnunum

download-1Shakespeare & Hathaway eru breskir sakamálaþættir um einkaspæjarana Frank Hathaway og Luellu Shakespeare. RÚV hefur þegar sýnt nokkrar seríur en þar leysa þau Frank Hathaway og Luella Shakespeare úr vandræðum skjólstæðinga einkaspæjarastofu sinnar. Hún er hárgreiðslukona að mennt, rómantísk og ljúf en Frank hornóttur, kaldhæðinn og sauðþrár. Togstreitan á milli þeirra á auðvitað rætur í hjónunum Anne og William Shakespeare. Þau giftust þegar William var átján ára og Anne tuttugu og sex. Hún var ófrísk að fyrsta barninu þeirra og margt bendir til að þau hafi neyðst til giftast þess vegna. Ungu hjónin fluttu inn á foreldra Shakespeares og eignuðust saman þrjú börn. Margir telja að Shakespeare hafi ekki þolað konu sína og verið neyddur til að giftast henni en aðrir segja að svo hafi alls ekki verið. Hvað sem satt er í því efni eru þættirnir um Luellu og Frank bráðskemmtilegir og vonandi verða sýndir fleiri í sjónvarpinu hér á landi en fjórða þáttaröðin er í sýningu á Englandi. 

Ótal kvikmyndir

Ef eyjarnar á Breiðafirði eru óteljandi fer að slaga í að kvikmyndirnar og teiknimyndirnar sem gerðar hafa verið eftir leikritum Shakespeares eða spunnar út frá þeim séu að verða það. Buzz Feed lagðist einhverju sinni í að telja og komst upp í 525 og talsvert hefur bæst í síðan þá. Enginn annar höfundur hefur náð sambærilegri útbreiðslu hvað þetta varðar en nefna má nokkrar eftirminnilegar, 10 Things I hate About You, The Lion King, Lady Macbeth, West Side Story, Big Buisness og Get Over It. En leikrit hans hafa líka verið kvikmynduð ótal sinnum og nefna má Taming of the Shrew með Richard Burton og Elizabeth Taylor í aðalhlutverkum, Much Ado About Nothing með Emmu Thompson og Kenneth Branagh, Ríkharður III með Ian McKellen, Christopher Bowen og Maggie Smith, Rómeó og Júlía með Leonardo di Caprio og Claire Danes og A Midsommer Nights Dream með Michelle Pfeiffer og Kevin Kline.

macbeth-skikkjurÞað er alltaf vert að velta fyrir sér hvers vegna sum verk lifa meðan önnur falla í gleymsku og dá. Hvers vegna sumir höfundar virðast alltaf ná sér í nýjan lesendahóp í hverri kynslóð meðan aðrir ná eingöngu eyrum samtíðafólks síns. Hugsanlega er það orðkyngin og skilningurinn á mannsálinni sem gerir Shakespeare svo spennandi en margir samtíðamenn hans voru ekki síðri en hann að þessu leyti en þeir hafa ekki lifað á sama hátt. Hans helsti keppinautur Christopher Marlowe er til að mynda lítt þekktur utan Bretlands og William Congreve flestum gleymdur og ein af hans snilldarsetningum: „Heaven has no rage like love to hatred turned, nor hell a fury like a woman scorned,“ er iðulega kennd Shakespeare. En kannski er óþarfi að velta fyrir sér hvers vegna sumir séu svo áhrifamiklir og lífseigir og njóta bara verka þeirra aftur og aftur í ýmsum myndum og útgáfum. 


Langar þig að upplifa stórkostlega skemmtun?

download-1Ef einhver hefði spurt mig í gær hvort ég teldi það góða hugmynd að setja upp óperusýningu í litlum sal í kjallara þar sem lágt er undir loft hefði ég hnussað og spurt viðkomandi hvort hann væri búin að tapa því litla viti sem guð gaf honum. Í dag myndi ég hins vegar svara: „Ef þú færð rétta fólkið eru þér allir vegir færir.“ Og rétta fólkið myndar Sviðslistahópinn Óð. Þau eru í einu orði sagt, stórkostleg og Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum ein besta skemmtun sem ég hef upplifað í leikhúsi. Ég sá Ástardrykkinn í uppfærslu þeirra í fyrra og hann einkenndi þessi sama leikgleði og færni en núna gera þau enn betur þótt ég hafi ekki trúað að það væri hægt.

Ég elska óperur en hef alltaf tengt þær við stór svið og leikhús þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja og þannig hef ég yfirleitt notið þeirra. Þjóðleikhúsið er minnst þeirra húsa sem ég hef séð óperu sviðsetta í. Skrautlegir búningar, stórar hljómsveitir og viðamikil leiktjöld hafa svo búið tónlistinni umgjörð við hæfi. Það kom því verulega á óvart að Þjóðleikhúskjallarinn lifnaði við og varð að höll hins forríka Don Pasquale og garðurinn í kring bæði stór og skrautlegur þótt leikmyndin væri ekki annað en upphækkaður pallur, stóll og grænn brúskur. Það er með ólíkindum hversu hugvitsamlega hópnum tókst að nýta salinn og stækka hann svo um munaði í hugum áhorfenda. 

download-2Sviðslistahópurinn hefur það á stefnuskrá sinni að færa okkur óperur á íslensku, færa þær þar með nær og opna okkur leið til að skilja þær til fulls. Þessi einstaki leikstíll sem einkennir óperuverkin og melódramað talar til mín á einhvern hátt sem ég á erfitt með að útskýra og nú veit ég að dásamleg tónlistin og frábærar raddir þurfa ekkert skraut til að koma þessu tvennu til skila.

Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Don Pasquale ætlar að neyða Ernesto frænda sinn og einkaerfingja til að giftast ríkri konu en hann þverneitar því hin glæsilega en fátæka Norina á hug hans og hjarta. Malatesta, læknir Don Pasquales og vinur Ernesto, semur hins vegar flókna og lævísa áætlun sem ætlað er að kenna þeim gamla lexíu og sameina elskendurnar að lokum. Þórhallur Auður Helgason leikur Ernesto af mikilli list og rödd hans er óskaplega falleg. Áslákur Ingvarsson er Malatesta og er engu síðri. Hann hefur líka svo einstaklega lipran limaburð og það sópar að honum á sviðinu. Ragnar Pétur Jóhannsson er Don Pasquale og kemur karlfausknum frábærlega til skila. Þar sem ég er alltaf veik fyrir bassaröddum náði hann líka að vekja með mér ákveðna samúð og löngum til að hugga þann gamla. Að hinum söngvurunum ólöstuðum var Sólveig Sigurðardóttir í hlutverki Norinu samt uppáhaldið mitt. Hún hefur magnaða rödd og syngur af svo miklu listfengi að um leið og hún opnaði munninn sat ég andaktug og varla þorði að anda af ótta við að missa af einhverju. Hún á líka mikið hrós skilið fyrir þýðinguna á verkinu því hún lipur og bráðfyndin og sérlega vel unnin.

downloadNú og svo á Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari sérstakan stað í hjarta mínu og hann er þarna í hlutverki heillar hljómsveitar og fer létt með það. Tónlist Donizettis er svo falleg að mig skortir lýsingarorð sem hæfir henni og Sigurður Helgi nær að túlka hana einn á píanóinu óstuddur af öðrum hljóðfærum. Það þarf sérstaka hæfileika til trúiði mér.

Ég er enn uppnumin og glöð eftir þessa kvöldskemmtun og skora á ykkur að láta þetta ekki framhjá ykkur fara. Ég var að auki svo heppin að fá að sitja við borð með einni okkar skærustu óperustjörnu fyrr og síðar, Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Það var einmitt hún sem vígði mig inn í hinn yndislega heim óperunnar þegar ég sá hana syngja Carmen í Þjóðleikhúsinu árið 1975. Hún var þarna ásamt manni sínum bassabaritonsöngvaranum Simon Vaughan. Sú skemmtilega tilviljun gaf svo kvöldinu og enn ævintýralegri blæ.


Hinn athyglisverði Colson Whitehead

Nickel_strakarnir_kapa_FRONT-1249x2048Í Kiljunni á miðvikudag bárust fréttir af því að Colson Whitehead væri væntanlegur til Íslands á bókmenntahátið í Reykjavík. Ég kynntist verkum hans fyrst þegar ég las Nickel-strákana þegar sú bók kom út á íslensku. Það varð til þess að ég náði mér í The Underground Railway en hún hefur líka komið út í íslenskri þýðingu. Báðar þessar bækur eru afburða vel skrifaðar og efni þeirra svo áleitið að það lætur mann ekki í friði lengi eftir að maður leggur frá sér bókina. 

Colson Whitehead er fæddur í New York árið 1969 og ólst upp á Manhattan. Foreldrar hans nutu velgengni og hann lauk námi frá Harvard-háskóla. Fyrsta bók hans The Intuitionist kom út árið 1999 og vakti mikla athygli. Hann hefur síðan gefið út bæði skáldsögur og verk almenns eðlis en stórvirki hans eru talin Nickel-strákarnir og Neðanjarðarjárnbrautin en fyrir Nickel-strákana fékk hann Pulitzer-verðlaunin árið 2019. Sú áhrifamikla saga fangar kjarna þeirrar ólgu og spennu sem ríkir milli þeldökkra og hvítra Bandaríkjamanna. Innblástur að skrifunum fékk Colson þegar hann las frétt í The Tampa Bay Times um uppgröft fornleifafræðinema á fjöldagröfum drengja af afrískum uppruna. Þeir höfðu verið nemendur í ríkisreknu unglingaheimili, Dozier School for Boys, í bænum Marianna. Þar voru vistaðir unglingsdrengir sem höfðu brotið af sér þannig að þótt þetta væri kallað skóli var þarna í raun um fangelsi að ræða. Margir fanganna voru þeldökkir sem oft höfðu ekki gert neitt alvarlegra en að hafa ekki vikið fyrir hvítri konu á götu. Í heila öld komumst óþokkarnir sem réðu lögum og lofum þarna upp með að misþyrma, nauðga og drepa börnin sem þeim var trúað fyrir. Talið er að fórnarlömbin hafi verið yfir áttatíu. Aldrei verður hægt að upplýsa þetta mál að fullu fremur en morð og níðingsskap nunnanna í Magdalene-þvottahúsunum á Írlandi.

Grimmdarverk mega ekki gleymast

Þessi hræðilegu grimmdarverk eiga eigi að síður erindi við okkur í dag. Þau eru meðal þess sem aldrei má gleymast. Hér á landi eru því miður margar sambærilegar stofnanir sem flett hefur verið ofan af undanfarin ár, Breiðavík, Silungapollur, vöggustofa Thorvaldssen-félagsins, Laugaland og fleiri koma í hugann. Í bók Colsons heitir hryllingsstaðurinn the Nickel Academy of Eleanor og fyrstu grafirnar finnast þegar byggingafyrirtæki er að grafa fyrir nýrri skrifstofubyggingu, fyrir ríkislögmanninn sem hafði hafið rannsókn á ofbeldinu í skólanum og hélt að öll kurl væru komin til grafar í málinu. Með því að rífa húsið og byggja nýtt á lóðinni átti að eyða þessum ömurlega hryllingi úr sögu bæjarins en draugar fortíðar hafa lag á að skjóta upp kollinum og minna á sig þegar síst er búist við þeim.

En hvorki Bandaríkjamenn né aðrar þjóðir eiga eða mega gleyma ofbeldisverkum í fortíð sinni og það er aldrei of seint að biðjast afsökunar og viðurkenna glæpina. Tyrkir eru fyrst nú að viðurkenna fjöldamorð á Armenum á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar en Ísraelsmenn eiga eftir að horfast í augu við glæpi sína gegn Palestínumönnum. Bandaríkin eru nú að átta sig á og reyna að bæta fyrir þrælahaldið og þjóðarmorð á indíánum. Bók Colsons talar in í þann veruleika. Mikilvægi þess verður seint vanmetið sérstaklega í ljósi nýliðinna atburða í Bandaríkjunum þar sem kerfislægt ofbeldi gegn blökkumönnum innan lögreglunnar virðist svo innbyggt að ómögulegt virðist að uppræta það. Nú síðast voru það þeldökkir lögreglumenn sem níddust á öðrum blökkumanni og börðu hann til bana.

Alsaklaus í fangelsi

Ofbeldið á sér einnig enn stað í öðrum myndum og innan annarra stofnana og fær að líðast í þögninni rétt eins og innan veggja the Nickel Academy. Aðalpersónan í bókinni Elwood Curtis var yfirgefinn af foreldrum sínum þegar hann var barn. Þau lögðuá flótta frá ömurlegum aðstæðum sínum og skilja barnið eftir hjá ömmu sinni. Flestir fjölskyldumeðlimir þeirra hafa látist fyrir aldur fram af völdum ofbeldis. Hann er góður námsmaður og vonast til að komast í háskóla en þá er hann sendur saklaus í the Nickel Academy. Hann húkkar sér far með manni sem hafði stolið bíl og enginn trúir honum þegar hann segist hvergi nærri hafa komið og aðeins verið tekinn upp í bílinn fyrir tilviljun. Innandyra í the Nickel Academy ríkir ofbeldismenning og enginn kemst óskemmdur þaðan út. Elwood flýr ásamt vini sínum og það hefur afdrifaríkar afleiðingar. 

downloadNeðanjarðarjárnbrautin á sér einnig rætur í sögu þeldökkra í Bandaríkjunum. Sagan hefst á plantekru í Georgíu á tímum þrælahalds. Þar tíðkast viðbjóðslegt ofbeldi gegn þrælunum og Ajarry, á erfitt með að þola það. Sjálf þarf hún að þola margvíslegar sorgir og missi bæði af völdum þrælahaldaranna en einnig vegna þess harðneskjulega lífs sem henni er búið. Mabel er sú eina af fimm börnum hennar sem lifir af uppvöxtinn og hún nær að flýja og ætlar leita aðstoðar Neðanjarðarjárnbrautarinnar. Dóttur sína, Coru, verður hún að skilja eftir hjá móður sinni. Síðan heyrist ekki meira frá Mabel. Neðanjarðarjárnbrautin var tengslanet hugrakks og góðs fólks sem sá hversu óréttlátt og andstyggilegt þrælahald var og tók sig því saman og hjálpaði þrælum að flýja frá Suður- til Norðurríkjanna eftir að þrælahald var afnumið þar. Í bók Colson er lestin raungerð, þ.e. um alvöru lest er að ræða fremur en fólk. 

Þegar Cora fylgir í fótspor móður sinnar eltir hana þrælaveiðarinn Ridgeway en Mabel er sú eina sem hefur sloppið í gegnum net hans og hann því staðráðinn í að ná dóttur hennar. Þetta minnir óneitanlega á Jean Valjean og Javert í Vesalingunum eins og auðvitað er ætlun höfundar. Cora fer út á nokkrum stoppustöðvum lestarinnar, kynnist frelsinu á margvíslegan hátt en þarf ævinlega að flýja aftur. Hún þarf að takast á við og sigrast á margvíslegum ógnum og líka horfast í augu við sjálfa sig og eigin bresti og auðvitað er uppgjör milli hennar og Ridgeways óhjákvæmilegt. Í bókinni leikur höfundur sér einnig með tímann á spennandi og nýstárlegan hátt. Nýlega var gerð mjög áhugaverð sjónvarpsþáttaröð eftir þessari bók.

Colson Whitehead er hins vegar stórmerkilegur rithöfundur og hefur lag á að hrífa lesendur með mögnuðum lýsingum og flóknum persónum. Ímyndunarafl hans er einstaklega ríkulegt og hann skrifar myndrænan og afskaplega fallegan texta. 


Á fjórum fótum í brekku

sincerely-media-3uNmV2wdaDM-unsplashBílaeign landsmanna eykst ár frá ári og flestir nútímamenn gersamlega háðir bílum sínum til að komast á milli staða þótt margir myndu áreiðanlega kjósa að nota tvo jafnfljóta eða annan umhverfisvænan ferðamáta. Hægt gengur að skapa og bjóða almenningssamgöngur sem eru raunverulegur valkostur. Líklega vildu flestir geta sparað bílinn en á því eru ýmis tormerki, þótt borgaryfirvöld hafi af yfirlýstri stefnu að draga úr notkun einkabílsins. 

Bíllinn minn var á verkstæði um tíma um daginn og ég var bíllaus frá átta um morguninn til klukkan fimm í eftirmiðdaginn. Ég fór í tvö viðtöl yfir daginn og sníkti far með samstarfsmanni í annað en bjargaði mér gangandi í hitt. Í lok vinnudags var farið að fara um mig því enn hafði ekkert heyrst frá verkstæðinu. Ég hringdi þess vegna í þá og fékk þær upplýsingar að bílinn hefði ekki verið tekinn inn fyrr en örskömmu áður og ekki víst að hægt væri að ljúka verkinu fyrir lokun.

Ég bar mig aumlega við þessi tíðindi, enda gönguferð framundan í góðra vina hópi og saumaklúbbur um kvöldið. Ég sá engin ráð til að komast á báða staði bíllaus. Afgreiðslumaðurinn var þá svo einstaklega elskulegur að benda mér á strætisvagna Reykjavíkurborgar en ég benti honum á að ég hefði þegar skoðað það og ferðirnar tóku samkvæmt leiðarvísi Strætó 45 mínútur hvor um sig en á bílnum mínum hefði þetta tekið mig tíu mínútur. En þar sem ég þurfti milli tveggja úthverfa hefði ég þurft að taka alls fjóra vagna til að komast á milli.

Afgreiðslumaðurinn ljúflyndi stakk því þá að mér að erfitt væri að giska á hvernig afar og okkar og langafar hefðu farið að við svipaðar aðstæður. Þetta hefði hann alls ekki átt að gera því þarna var ég á heimavelli. Ég svaraði honum hvöss og benti á að afar okkar og langafar hefðu sjaldnar þurft að bregða sér af bæ en við og hver maður að meðaltali einu sinni lagt upp í langferð á ævi sinni. Langfeður vorir hefðu sömuleiðis haft þarfasta þjóninn sér til aðstoðar og þess vegna hefði engum með fullu viti jafnvel í þá tíð dottið í hug að labba úr Vesturbænum upp í Breiðholt nema brýna nauðsyn bæri til og hefðu þá gefið sér að minnsta kosti dag til heimsóknarinnar. Menn fyrri tíðar voru þar að auki ekkert sérstaklega hrifnir af flökkurum. Þeir voru umsvifalaust handsamaðir og sendir aftur í sína heimasveit ef í þá náðist. Langafi hefði sennilega ekki verið hrifinn af því að Sölvi Helgasson fengi komist með strætó á framfæri hans hrepps. Svo áhrifamikil var þessi ræða að ég fékk bílinn og ekki reyndi á kraft postulahesta minna að þessu sinni né heldur sjálfsbjargarviðleitni mína á ögurstundu. 

Í sjálfheldu í miðri fjallshlíð

Ég veit ekki hins vegar ekki af hverju það hefur loðað við mig frá barnæsku að koma mér alltaf og ævinlega í einhverjar ógöngur þar sem aðrir sjá ekki annað en greiðfærar leiðir og beina braut. Þannig lenti ég nokkrum sinnum í því að taka vitlausan strætisvagn þegar ég var á leið í skólann, leið 13 í stað 3 og áttaði mig þegar ég var komin hálfa leið upp í Breiðholt. Þar fór ég úr vagninum og gekk eina sjö kílómetra í skólann. Í hitt sinnið endaði ég í Árbæ og ákvað að taka strikið yfir Elliðaárdalinn því í það sinn átti ég erindi upp í Breiðholt en ruglaði saman úthverfavögnunum.

joshua-earle-xEh4hvxRKXM-unsplashÍ fyrstu gekk allt vel og ég þrammaði eftir svelllögðum göngustíg niður að Elliðaánum. Þá var ég búin að fá nóg af að tvista á svellinu og ákvað að skella mér út í skóginn þar sem heldur minni svellalög voru. Þetta varð til þess að ég villtist. Ég gekk og gekk en hvergi bólaði á stígnum sem ég hafði fetað áður og fljótlega fór ég að örvænta. Ef ég færi ekki að koma mér á rétta leið yrði ég sennilega enn á gangi um miðnættið svo ég beygði snarlega og æddi beint af augum gegnum skógþykknið. Ég náði ekki langt fljótlega var ég komin í hina verstu sjálfheldu í miðjum þykkum gróðri og komst eiginlega hvorki aftur á bak né áfram. Það var alveg sama í hvaða átt ég leit allt var jafntorfært svo ég hélt bara áfram sömu leið. Daginn eftir var ég blóðrisa á öllum efri hluta líkamans, helmingurinn af hárinu á mér varð eftir á trjágreinum í Elliðaárdalnum og buxurnar mínar og skórnir hafa lifað sitt fegursta. En af hverju ég lendi endilega í svona aðstæðum veit ég ekki. Þetta hefur ekki elst af mér því nýlega tókst mér að komast í svo rækilega sjálfheldu í flughálku í Vífilsstaðahlíð að ég var sannfærð um að ég kæmist ekki óbrotin frá því. Á endanum brá ég á það ráð að skríða á fjórum fótum yfir verstu kaflana og án efa bjargaði það útlimum mínum í þetta sinn. Kannski er bíllinn bara eftir allt saman öruggasti fararskjótinn. 


Steinengill, morðingi og hugrakkir frumbýlingar

Kanadamenn búa, eins og Íslendingar, að ríkri frásagnarhefð. Þetta sýnir sig ekki hvað síst í þeim fjölmörgu frábæru rithöfundum sem frá Kanada koma. Kanadíska ríkisstjórnin gerir líka ýmislegt til að hvetja menn til skrifa en bókmenntaverðlaun ríkisstjórnarinnar, Governor General s-verðlaunin, eru mjög eftirsótt og þykir mikill heiður að hljóta þau. Kanadíska rithöfundasambandið veitir sömuleiðis bókmenntaverðlaun og margir kanadískir rithöfundar hafa hlotið Pulitzerverðlaunin og Faulknerverðlaunin. Þeir höfundar sem kynntir eru hér eiga það sameiginlegt að hafa allir unnið til einhverra þessara verðlauna.

download-1Að öðrum ólöstuðum eru þær Margaret Laurence og Maragret Atwood án efa fremstar meðal jafningja. Margaret Laurence fæddist árið 1926 í smábæ í Manitoba fylki. Lífið í bænum varð seinna uppspretta hennar þekktustu bóka sem oftast eru kallaðar Manawaka kvartettinn. The Stone Angel (Steinengillinn) er þeirra fyrst en söguhetja hennar er hin óborganlega Hagar Shipley sem aldrei bognar eða brotnar. Stoltið heldur henni teinréttri alla ævi og það er ekki fyrr en á banabeði að hún lærir að umburðarlyndi og hlýja fleyta manneskjunni oft lengra en ósveigjanlegur virðuleikinn. Í kjölfar Steinengilsins koma svo A Jest of God, The Fire-Dwellers, A Bird in the House og The Diviners. Hver bók er sjálfstæð saga en margar af persónunum koma fyrir í fleiri en einni bók enda áberandi í bæjarlífinu. Þessar bækur Margretar Laurence eru hver annarri betri og óhætt að mæla með þeim öllum. 

Margaret Atwood er ótrúlega næm á mannlegar tilfinningar og hún kann þá list að halda áhuga lesandans vakandi. Margar bækur Margaretar Atwood eru svo spennandi að það er ómögulegt að leggja þær frá sér fyrr en þær hafa verið lesnar til enda. Saga þernunnar hefur verið þýdd á íslensku og lýsir fremur nöturlegri framtíðarsýn en líkt og aðrar bækur Atwood er hún þó full af von og trú á anda mannsins. Cat s Eye lýsir einelti meðal stúlkna og áhrifum þess á líf barnsins sem fyrir því verður. Bókin lýsir tilfinningum hinnar ungu Elaine Risley á ótrúlega áhrifamikinn hátt og einangrun barnsins og örvænting hlýtur að hræra steinhjarta. Tvær vinkonur Elaine telja sér skylt að ala hana betur upp og betrumbæta smekk hennar og framkomu. Þær finna henni stöðugt eitthvað til foráttu og á endanum fer barnið að trúa að það hafi fáa kosti. Hún er hrakin stöðugt lengra og á endanum eru hún komin fram á ystu nöf.

Fimmtán ára barn leggur á ráðin um morð

downloadÍ bókinni Alias Grace byggir Atwood á sannri sögu ungrar konu, Grace Marks, sem fimmtán ára gömul er ákærð og dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að morðinu á vinnuveitendum sínum. Morðin voru framin árið 1840 á fremur afskekktum bóndabæ og kanadísk og bandarísk dagblöð voru full af fréttum af þessum voðaatburði. Það var vinnumaður á bænum sem framdi glæpinn en sér til afbötunar segist hann hafa verið tældur til verksins af vinnustúlkunni Grace Marks. Það virðist hafa verið samdóma álit flestra á þeim tíma að saga hans væri sönn og Grace þótti hið versta flagð.

Þetta leiðir hugann að því hvers vegna heimurinn hefur ætíð átt svo auðvelt með að trúa því að köld séu kvennaráð. Lafði Macbeth hefur lengi verið talin ábyrg fyrir því að maður hennar hafi látið til skarar skríða og drepið Duncan kóng og Íslendingasögurnar eru fullar af frásögnum af konum sem eggja eiginmenn sína, syni og bræður til drápa. Hvernig er hægt að trúa því að fimmtán ára barn, sem alið er upp í sárri fátækt og sent til að vinna fyrir sér níu ára, geti haft þann þroska og þá reynslu að það geti með kynferðislegum vélabrögðum náð heljartökum á manni sem er mun eldri? Við verðum einnig að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort konur almennt geti tælt karlmenn til að gera eitthvað sem er algerlega andstætt vilja þeirra. Bókin svarar þessum spurningum í raun ekki en lætur lesandanum eftir að dæma að hve miklu leyti Grace sé sek eða saklaus. Árið 2017 gerði Netflix sjónvarpsþáttaseríu byggða á bókinni og hún þótti afbragðsgóð en líklega er Atwood þekktust fyrir Sögu þernunnar og þá geysivinsælu sjónvarpsþætti sem hafa verð gerðir eftir þeirri bók og raunar út fyrir söguna í bókinni. 

maxresdefault

Atkvæðamiklar konur

Fleiri kanadískar konur hafa kveðið sér hljóðs á bókmenntasviðinu og er Ethel Wilson ein þeirra. Hún byrjaði seint að skrifa og var orðin fimmtíu og níu ára áður en fyrsta bók hennar, Hetty Dorval, kom út. Áður hafði hún fengið nokkrar smásögur birtar í tímaritum og þeim var seinna safnað saman og gefnar út í smásagnasafninu The Innocent Traveller. Swamp Angel er sennilega hennar besta bók en þar er sögð þroskasaga konu sem flýr úr misheppnuðu hjónabandi og verður síðan aflið sem heldur saman brotinni fjölskyldu vinnuveitanda síns.

EannieProulx_TheShippingNewsAnnie Proulx og Bernice Morgan koma báðar frá Nýfundnalandi. Bernice Morgan skrifar um frumbýlingsárin á þeirri köldu, harðbýlu eyju og hefur hlotið mörg verðlaun fyrir bók sína Random Passage. Lesandinn fylgir fjölskyldu sem neyðist til að flýja frá Englandi og sest að á afskekktum höfða á Nýfundnalandi, Cape Random. Þar er fyrir dularfullur maður sem enginn veit raunverulega hvaðan kemur og fjölskylda sem hefur flutt sig um set vegna þess að eyjan þar sem þau bjuggu var orðin fullsetin fólki. Bókin lýsir baráttu fólksins við að halda lífi við erfiðar aðstæður og hvernig þau leita að hamingju sem sum finna þrátt fyrir erfiðið og miskunnarleysi náttúruafla landsins sem þau byggja. Waiting for Time er framhald Random Passage og þar segir frá konu nokkurri sem er afkomandi höfðabúanna og bjó í Ottawa seint á síðustu öld. Hún er sjávarlíffræðingur og þegar samband hennar og sambýlismannsins fer út um þúfur fer hún til Nýfundnalands til að sleikja sárin og stunda rannsóknir. Þar finnur hún dagbók frænku sinnar og nöfnu, Laviniu Andrews, sem var aðalsöguhetja fyrri bókarinnar, og sekkur sér ofan í lestur æviminninga hennar. Amma Laviniu yngri tekur við dagbókinni eftir dauða Laviniu eldri og heldur áfram að rekja söguna þar sem fyrri bókin endaði. Inn í þetta fléttast svo saga Laviniu yngri og hrun fiskistofna við Nýfundnaland sem leiddi til þess að allar veiðar voru bannaðar á áttunda áratugnum.

Í Shipping News segir Annie Proulx sögu hins óframfærna Quoyle sem finnur sjálfan sig og hamingjuna þegar hann vitjar heimilis forfeðra sinna á Nýfundnalandi. Kvikmynd var gerð eftir sögunni með þeim Kevin Spacey og Julianne Moore í aðalhlutverkum og óhætt að mæla með henni þótt upp hafi komist um vafasamt siðferði annars aðalleikarans. Wayne Johnston er einnig frá Nýfundnalandi og bók hans The Colony og Unrequited Dreams segir frá umbrotatíma í sögu landsins. Landið er í raun gjaldþrota og misvitur stjórnmálamaður Joseph Smallwood, verður til þess að leiða landsmenn inn í kanadíska ríkjasambandið. Bókin er í raun ævisaga Smallwoods sem er söguleg persóna en Sheilagh Fielding, samviska hans og eina ást, er snilldarlega sköpuð 7124AbCWD2L._AC_SY679_skáldsagnapersóna. Örlög þeirra fléttast saman frá barnæsku og ást þeirra er aldrei fullnægt mest vegna þess hve ófullkominn og fordómafullur Smallwood er.

Á svörtum blúndubuxum og náttslopp

Mordecai Richler er Gyðingur, fæddur og uppalinn í Montreal. Kaldhæðnin er hans aðalsmerki og í bókinni Joshua Then and Now er löng og flókin saga af því hvernig á því stendur að Joshua Shapiro tekur á móti lögreglufulltrúa á náttslopp og í svörtum, blúnduskreyttum kvennærbuxum. Joshua elst upp í mikilli fátækt en nær frama sem rithöfundur og dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi. Faðir hans er fyrrum handrukkari fyrir mafíósa og persóna hans er snilldarlega skrifuð, enda reynist rukkarinn heiðarlegri og með mun sterkari siðferðiskennd en margur stjórnmálamaðurinn. Þjóðfélagsgagnrýni er sterk í bókinni og aðallega er það hræsni hinnar svokölluðu yfirstéttar sem er skotspónn Richlers en fyrst og fremst er hún eftirminnileg fyrir það hversu vel hann lýsir flóknum mannlegum samskiptum. Sannur kærleikur er vandfundinn og þegar hann er til staðar er hægt að sigrast á flestu og fyrirgefa margt.

Eitt af því sem er skemmtilegt fyrir Íslending þegar lesnar eru kanadískar bækur er hversu oft bregður fyrir nöfnum sem eru íslensk að uppruna, Haldar Gunnarsson og sömuleiðis Mrs. Thorlaksson koma upp í hugann. Þetta er sérstaklega áberandi í bókum sem gerast á kanadísku sléttunni, enda settust flestir íslensku vesturfaranna að í Manitoba fylki. Íslenskulegum nöfnum bregður því fyrir í bókum Ethel Wilson og Margretar Laurence. Umfram allt eru Kanadamenn snillingar í að segja sögur. Meirihluti þeirra sem fyrstir fluttu til Kanada voru af skosku og írsku bergi brotnir og hafa þessar þjóðir jafnan haft það orð á sér að þar færu fyrirtaks sagnamenn. Hugsanlega er frásagnargáfan því nútímamönnum í Kanada í blóð borin.


Undarlegur lestrarvandi

siora-photography-hgFY1mZY-Y0-unsplashMeð árunum hefur sótt á mig undarlegur lestrarvandi. Mér hefur ótal sinnum tekist að lesa einhver orð svo dæmalaust vitlaust að engu tali tekur. Nýlega komst ég að því að ég er ekki ein um þessi ósköp og ýmsir í kringum mig þjást af því sama.

Eitt sinn var ég á göngu við Bókasafn Kópavogs með hundinn minn og sá þá í glugga sem á stóð: Skítalúga á norðurhlið. Jáhá, hugsaði ég með mér. Hér hafa greinilega margir óprúttnir hundaeigendur gengið og ekki hirt upp eftir hunda sína. Forsvarsmenn bókasafnsins hafa því brugðið á það ráð að koma upp sérstakri lúgu fyrir hundaskít á norðurhlið. Mér þótti þetta fullkomlega rökrétt skýring þar til ég rýndi betur í stafina og sá að þarna stóð: Skilalúga á norðurhlið. Hitt hefði nú líka sett nokkuð annan blæ á starfsemi safnsins.

Ég minnist þess líka þegar ég var að ljúka við þá stórfínu bók Kuðungakrabbana að ég var spennt að vita endinn og las því síðustu blaðsíðurnar kannski svolítið hratt. Á einum stað var talað um róna í kirkjuskipinu og ég velti fyrir mér hvers vegna í ósköpunum menn fjarlægðu ekki rónann úr kirkjunni. Þar fyndist mér hann ekki eiga heima. Það var ekki fyrr en eftir tvær blaðsíður í viðbót að ég áttaði mig á því að þarna var verið að tala um ró þ.e.a.s. frið. En það er hins vegar allt önnur Ella.

Ljóð hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég gríp reglulega ljóðabækur og les mér til hugarhægðar. Í fyrsta skipti sem ég las ljóðið Ísland eftir Bjarna Thorarensen varð ég ákaflega hissa á seinna hlutanum. Sá fyrri var auðskilinn: Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná. Síðan kom hið undarlega orðalag: bægi sem kerúb með sveittanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá. Ég hafði aldrei heyrt um sveittanda og var ekki alveg viss um að andar svitnuðu svona almennt. Eftir annan lestur varð mér hins vegar ljóst að þetta var sveipanda sverði, aðeins önnur merking.

Sumar manneskjur og spilafífl

Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur mikið verið til umfjöllunar vegna niðurskurðar og þegar ég las eina slíka frátt sá ég að sjúkrahús á landsbyggðinni hafði lokað fyrir innlagnir vegna manneskju. Það er aldeilis, hugsaði ég. Sumar manneskjur eru til meiri vandræða en aðrar. Síðan leit ég aftur á þetta og þá kom í ljós að þarna stóð manneklu ekki manneskju. 

sincerely-media-c1YrcFYW66s-unsplashNú er ég að verða sannfærð um að þessi vandi er ekki eingöngu minn. Kona, mér náskyld, sagði mér frá því um daginn að hún hafði verið á ferð norður í land þegar hún kom auga á vegaskilti sem á stóð: Þristapar. Hún velti fyrir sér alla leið á áfangastað hver tæki upp á skíra bæ sinn eða kennileiti í landi sínu eftir þristum. Kannski væri þetta spilafíkill sem hefði unnið þann stóra á þristapari í póker. Í bakaleiðinni beið hún spennt og las á skiltið góða en þá stóð þar: Þrístapar og konan áttaði sig á að þarna hafði hún ekið framhjá staðnum þar sem síðasta aftaka fór fram á Íslandi. Svona getur nú munað miklu milli punkts og kommu.

Eitthvað svipað átti sér stað þegar ég keypti pítsu frá Eldsmiðjunni fyrir allnokkrum árum og maðurinn minn kallaði hróðugur til mín á leið með kassana í ruslið:„Energi lík. Hér stendur energi lík.“ „Jæja,“ svaraði ég glöð. „Ætli það tákni ekki að jafnvel lík fyllist energí eftir át á Eldsmiðjupítsu.“ „Fyrirgefðu,“ kom að bragði að frá karli. „Þetta var engri lík.“

Skipperrar og nauðgunaruppboð

Þegar nauðungaruppboð voru auglýst í dagblöðum las lítil stúlka í Reykjavík ævinlega nauðgunaruppboð og fletti hratt yfir síðuna því hún vissi að nauðgun var eitthvað hræðilegt. Seinna rifjaði hún þetta upp í góðra vina hópi og þá kom í ljós að margir aðrir höfðu lesið þetta sama út úr orðinu. Það má hins vegar velta lengi fyrir sér hvernig nauðgunaruppboð færu fram. Þessi sama stúlka rakst einhvern tíma líka á fyrirsögnina Skipperrar funda í Stykkishólmi og hrökk í kút. Fram að þeirri stundu hafði hún ekki gert sér ljóst að til væru skipperrar hvað þá að þeim væri leyft að funda á jafn fallegum stöðum en leit ögn betur á fyrirsögnina og sá að þar stóð: Skipherrar funda í Stykkishólmi.

Af hverju þessi undarlegi og bráðsmitandi lestrarvandi stafar er ekki gott að segja en skemmtilegur getur hann sannarlega verið og ekki meinlegri en svo að auðvelt er að lifa með honum.


Stórskemmtilegar sænskar löggur

Dauðinn á opnu húsi eftir Anders de la Motte og Måns Nilsson er flott sakamálasaga í anda downloadAgöthu Christie og annarra höfunda sem leggja áherslu á flókna gátu og samspil persóna fremur en sálfræði morðingja og yfirgengilegt blóðbað. Sagan gerist í smábæ á Skáni í héraðinum Österlen en Peter Vinston rannsóknarlögreglumaður frá Stokkhólmi er skikkaður í frí vegna síendurtekinna svimakasta. Hann ákveður að hvíla sig í sumarhúsi á landareign eiginmanns fyrrverandi konu sinnar, mæta í sautján ára afmælisveislu dóttur sinnar og njóta lífsins. Peter er mikill smekkmaður og gætir þess vel að vera óaðfinnanlega klæddur við hvaða aðstæður sem er og þolir ekki dýr. Honum er því sannarlega ekki að skapi að þurfa að eiga í nánum samskiptum við kött og hest.

Tove Esping er metnaðarfull og dugleg lögreglukona og henni er ekki skemmt þegar yfirmaður hennar biður Peter að ráða henni heilt í fyrsta morðmálinu sem hún fær til rannsóknar eftir að fasteignasali og áhrifavaldur finnst myrt í húsi sem verið er að sýna og selja. Inn í málið flækjast svo ýmsir íbúar á svæðinu sem flestir eiga það sameiginlegt að tilheyra sænskri yfirstétt. Bókin er skemmtilega skrifuð, fyndin og með nægilega mörgum hnútum og slaufum á fléttunni til að ýmislegt komi á óvart í lokin.

Anders de la Motte er fyrrverandi lögreglumaður og hefru skrifað sakamálasögur síðan 2010. Hann hefur vakið athygli langt út fyrir Svíþjóð fyrir flottar spennusögur en hér tekur hann höndum saman við Måns Nilsson handritshöfund og sjónvarpsmann. Måns er einnig þekktur barnabókahöfundur en Österlen-morðserían hefur slegið rækilega í gegn og nú þegar er komin út önnur bók. Vonandi kemur hún sem allra fyrst á íslensku því þetta er frábær afþreying og ekki væri verra ef sjónvarpsþáttaröð fylgdi í kjölfarið. Þessar persónur eru alveg kjörnar til að taka við af Wallander sem uppáhaldssænsku löggur heimsins.


Ósýnilega barnið

í dag fór ég á leiksýninguna Hvíta tígrisdýrið í Borgarleikhúsinu með dóttur minni og barnabörnum. Þetta er sérlega vel skrifað verk, söguþráðurinn frumlegur og skemmtilegur en um leið með alvarlegan og þarfan boðskap. Þrjú börn búa á háalofti í gömlum herragarði ásamt konu sem vakir yfir þeim. Það væri synd að spilla fyrir væntanlegum áhorfendum með því að rekja of mikið en af þemum verksins hafði eitt mest áhrif á mig. Þarna var sýndur svo skýrt og greinilega samskiptamáti sem einkennist af ofbeldi þótt á yfirborðinu virtist eingöngu hvitatigrisdyrid11-leifurwilbergorrason_minniumhhyggja ráða för. Ofbeldið átti sér fjölbreyttar birtingarmyndir eftir því að hverjum það beindist. Systkinin, ef börnin voru systkini, eru mismunandi persónuleikar og eru meðhöndluð eftir því. Ósýnilega barnið skar mig í hjartað en það var barnið sem beitti dómgreind sinni, skynjaði að ekki var allt sem sýndist og sagði það upphátt. Það spurði spurninga, krafðist svara og skildi að ekki var allt rökrétt sem frá konunni kom. Svarið var hunsun, útilokun og þagnarbindindi allt þar til barnið varð ósýnilegt og hvarf. Að baki þessu er svo mikill sársauki og sannleikur. Með því að hlusta ekki á manneskju, hunsa tilfinningar hennar og vaða yfir hana á þennan hátt er hægt að þurrka út persónuleikann, bæla hann svo að ekkert verður eftir. Það er svo þarft að vekja athygli á tilfinningalegri kúgun og óttanum sem oft ræður för þegar fólk beitir ofbeldi í samskiptum. Allt þetta er sett fram á svo hugvitsamlegan og myndrænan hátt að maður er djúpt snortin og glaður í senn yfir að einhver kunni að vekja máls á þessum málum á svo glæsilegan hátt. Já, svo verð ég að nefna einstaklega fallega leikmynd og skemmtilega lýsingu. Sem sé frábær og eftirminnileg sýning í Borgarleikhúsinu. 


Maðurinn í baráttu við sjálfan sig

Systraklukkurnar eftir Lars Mytting er um vel unnin og áhugaverð skáldsaga. Gamla starfkirkjan er nánast eins og persóna í bókinni sem lesandinn hrífst af og er umhugað um. Vegna þess að þessi saga hefur svo oft verið borin saman við bækur Roy Jacobsen verð ég að segja að á meðan þar er fjallað um mannkærleika sem blómstrar óháð þeim aðstæðum sem fólk býr við er hér mun meira af gráum skuggum. Samfélagið er um margt miskunnarlaust og dómhart. Að verða umfjöllunaefni sveitaslúðursinsSystraklukkurnar_kapa-1 er eitthvað sem ber að forðast.

Þegar ungur prestur Kai Schweigaard kemur er hann staðráðinn í að draga þessa gömlu sveit inn í nútímann og það fyrsta sem þarf að fara er gamla kirkjan. Hann virðist hins vegar ekki skilja að enginn kærir sig um hans nýju hefðir og menn sjá ekki í þeim neina bót. Sú sem reynist honum best og leiðsögumaður inn í þennan nýja heim er Astrid Hekne, bóndadóttir frá fyrrum stórbýli. Hún er sterk kvenpersóna, greind, skilningsrík og ákveðin en presturinn virðist lengst af líta niður á þessa konu sem hann þó elskar. Hann dregst að henni en hún er honum fremur eins og einhvers konar eign en kona og félagi til að verja lífinu með og þegar ungur þýskur arkitekt kemur í dalinn til að taka kirkjuna gömlu niður og flytja hana brott verður hann ástfanginn af Astrid og hún af honum. Þessi ástarþríhyrningur verður til þess að Kai þarf að takast á við eigin hroka og þröngsýni.

Öðrum þræði er ætlun höfundar að lýsa tíðarandanum og bændasamfélaginu í Guðbrandsdal eins og það var á öndverðri nítjándu öld. Hann kemur vel til skila og yfirlæti menntamannanna sem í líta niður á alþýðuna, sjá hana jafnvel ekki sem mennska. Þarna er hjátrúin einnig allsráðandi, gömul minni og þemu sem aldrei hafa horfið fyllilega þrátt fyrir aldalanga kristni. Bændurnir eru þögulir, harðskeyttir og kunna að takast á við óblíða náttúruna en fleira leynist undir yfirborðinu, eins og í tilfelli föður Astridar, afa hennar og þess forföður sem lét steypa Systraklukkurnar með öllu silfri ættarinnar í bræðslunni.

Það er margt áleitið og áhrífaríkt í sögunni. Átök mannsins við sinn innri mann. Það hvernig hann þarf að horfast í augu við sjálfan sig, skilja að hið nýja er ekki endilega betra en hið gamla og kristið hugarfar er ekki litað af strangleika. Það þarf sterkan mann til að viðurkenna að hann hafi gert rangt. Sagan af klukkunum er einnig heillandi, lýsingar á kirkjunni, listinni og þau áhrif sem hún hefur á manneskjurnar eru líka einstaklega vel framsettar. Þarna er líka frábærlega skrifaður kafli um stangveiði, fallegar lýsingar á nývaknaðri ást og áhrifamiklar sameiginlegar upplifanir. Kuldinn er lengi nánast áþreifanlegur í bókinni og líka draumar ungrar konu um ævintýri og líf utan dalsins. Þráin eftir þekkingu og einhverju meira sem er svo rík í brjósti fólks sem á framtíðina fyrir sér. Jón St. Kristjánsson þýðir á einstaklega fallegt íslenskt mál og í sjálfu sér þess virði að lesa bara til að njóta þess.


Að eiga sig sjálfa

downloadÞegar sjónvarpsþættirnir um þernuna, June Osborne eða Offred voru fyrst sýndir árið 2017 datt fáum í hug að þeir myndu slá í gegn en það gerðist. Þáttaraðirnar eru orðnar fimm og  höfundur bókarinnar sem byggt er á, Margaret Atwood sendi frá sér árið 2019 nýja bók, The Testaments sem gerist fimmtán árum eftir að fyrri bókinni lauk og örlög þernunnar eru rakin frekar.

Árið 1986 barst íslensk þýðing Sögu þernunnar í hendurnar á mér. Ég heillaðist af sögunni en lokaði bókinni með feginsandvarpi og hugsaði, til allrar lukku gæti þetta aldrei gerst, heimurinn væri kominn of langt í jafnréttisátt til þess að það yrði. Kvennalistinn hafði boðið fram á Íslandi og þrefaldað fjölda kvenna í borgarstjórn Reykjavíkur og á þingi. Kvennahreyfingar voru sterkar á Vesturlöndum og allt virtist þokast í sömu átt í öðrum heimshlutum. Ég horði hins vegar með allt öðrum augum á fyrstu þættina í The Handmaid s Tale og skyndilega varð Gilead ekki bara ímyndað framtíðarland heldur mögulegur, ógnvekjandi raunveruleiki.

Klerkastjórnin í Íran og Talíbanar í Afganistan hafa sýnt fram á að á einni nóttu er hægt að svipta konur öllum borgarlegum réttindum, banna menntuðum læknum, lögfræðingum, hjúkrunarfræðingum og kennurum að vinna við fag sitt, hárgreiðslukonum og snyrtifræðingum að eiga og reka fyrirtæki sín og líkt og allir vita tóku stjórnvöld í Íran sér það vald að setja klæðaburði kvenna skorður. Klerkastjórnin kom einnig á fót siðgæðislögreglu til að sjá um að konur beygðu sig undir þær reglur og klæddu sig eftir forskriftinni. Undanfarið hafa borgarar í Íran gert uppreisn gegn þessu og mótmælt og það hefur kostað suma lífið. Nú er útlit fyrir að siðgæðislögreglan verði lögð niður en reglunum um búrkur og slæður verður ekki breytt. Allt það versta úr sögu Margaret Atwood hefur ekki bara gerst heldur einngi haldist við um langt árabil.  

Konur neyddar til að eiga börn

Margaret byrjaði að hugsa um og setja saman hugmyndina að bókinni árið 1981. Hún hefur sagt frá því viðtölum að kommúnistastjórn Nicolasar CeauÈ™escu í Rúmeníu hafi meðal annars verið kveikjan að bókinni. Þar í landi voru konur neyddar til að eignast börn vegna þess að samfélagið þarfnaðist fleiri þegna til að verða ríkara, eins CeauÈ™escu orðaði það í lögunum sem hann setti um þetta efni. Hverri konu var ætlað að eignast að minnsta kosti fjögur börn. Í hverjum mánuði urðu konur að taka þungunarpróf og ef það var neikvætt var þeim gert að skýra hvers vegna svo væri. Þessi stefna hans varð meðal annars til þess að munaðarleysingjahæli í Rúmeníu fylltust af börnum sem fátækt fólk hafði ekki möguleika á að sjá fyrir. Eftir fall stjórnar CeauÈ™escu árið 1989 vakti hræðilegur aðbúnaður þessar barna viðbjóð um allan heim. Á sama tíma bönnuðu stjórnvöld í Kína hjónum að eignast fleiri en eitt barn.

downloadÁ ritunartíma bókarinnar voru einnig fluttar sláandi fréttir af ástandinu í Íran undir Ayatollah Khomeini. Fangelsin voru full af pólitískum föngum, pyntingar algengar og konur voru verst settar. Það má líka minna á Lebensborn-hreyfinguna í Þýskalandi. Eftir að nasistaflokkurinn komst til valda var SS-mönnum gefið leyfi til að taka sér fleiri en eina konu til að geta fleiri lítil ofurmenni. Þau áttu að vera ljóshærð, bláeyg, hávaxin, heiðarleg og umfram allt trú flokknum.

Á áttunda áratug síðustu aldar unnu bandarískar kvenréttindakonur einnig að því að fá samþykktan viðauka við stjórnarskránna sem kvað sérstaklega á um að konur og karlar skyldu njóta jafnréttis á allan hátt. Upp risu heimavinnandi húsmæður og kristnar konur og hófu  hatramma baráttu gegn viðaukanum. Meðal þess sem þær héldu fram í málflutningi sínum var að kvenréttindahreyfingin væri á móti barneignum og ætlaði sér að gera lítið úr móðurhlutverkinu. Á sama tíma spruttu upp ýmsir kristnir sértrúarsöfnuðir, m.a. People of Hope en þar voru konur beinlínis skilgreindar sem óæðri körlum og að þeirra hlutverk væri að þjónusta þá. Sjónvarpsþættir um leiðtoga þessarar hreyfingar, Phyllis Schlafly, frá árinu 2020 vörpuðu athyglisverðu ljósi á þau átök. Þættirnir heita Mrs. America og eru frábærlega vel unnir. 

Gefnar, boðnar, fórnað

Upphaflegur titil skáldsögunnar var Offred. Það er nafnið sem Jane fær eftir að hún verður þerna en þetta er orðaleikur. Enska sögnin to offer sem í þátíð er offered getur þýtt bæði boðið og fórnað. Þernurnar eru í senn fórnarlömb og eitthvað sem boðið er hinum valdameiri, þeim gefið til að þeir geti gert við þær það sem þeir vilja. Þegar hún var næstum búin að skrifa söguna ákvað Margret að breyta titlinum í Handmaid‘s Tale vegna þess að henni fannst hitt of augljóst.

Hún hafði á þessum tíma nýlega lesið bók eftir Doru Forster frá árinu 1905. Hún heitir Sex Radicalism: As Seen by an Emancipated Woman of the New Time, eða Kynlíf róttækni: Eins og frelsuð kona nýrra tíma sér það. Dora talar meðal annars um að samfélagið þurfi að virða móðurhlutverkið á sama hátt og hermennsku. Að það þurfi að ríkja skilningur á hvað konur leggja á sig fyrir börn sín til að eignast þau, aðeins þá verði það þess virði fyrir þær að sjá samfélaginu fyrir nægilega mörgum börnum, eins og Dora orðar það. Um svipað leyti rakst Margret á skrif  Charles J. Lumsdens og Edwards O. Wilsons um samband líffræði og menningar. Þeir benda á að í mörgum frumstæðum samfélögum sé hversu mörg börn menn eigi ákveðinn mælikvarði á karlmennsku þeirra. Fjölkvæni sé eðlilegt meðal þeirra af þessum sökum.

Mormónar hafa alltaf verið hallir undir fjölkvæni og í trú þeirra er meira að segja sagt að konur komist eingöngu til himna fyrir tilstilli karla. Þrátt fyrir að fjölkvæni sé ólöglegt í Bandaríkjunum hefur ýmsum mormónahópum tekist að fara í kringum lögin og enn þekkist að þar séu mjög ungar stúlkur giftar gömlum körlum. Þó nokkrir sjónvarpsþættir um fjölskyldur sem lifa saman á þennan hátt hafa notið mikilla vinsælda víða um heim, nefna má, Big Love, Sister Wives, My Five Wives og Seeking Sister Wive. Í raunveruleikanum er ekki alltaf gott samkomulag í þessum fjölskyldum og margar konur verið neyddar í slík hjónabönd, heimildamyndin Escaping Polygamy segir sögu nokkurra þeirra. 

Stjórnvöld ráða meiru en konur grunar

Í öllum samfélögum hefur alla tíð verið mikilvægt og samfélagslega verðmætt að hafa stjórn á barneignum kvenna og líkömum. Þeim hefur ekki verið treyst til að meta þetta sjálfar og ýmist verið hvattar eða lattar til að verða ófrískar. Ástarvika var einhverju sinni haldin á Bolungavík í því skyni að fjölga þar íbúum og eftir fyrri og seinni heimstyrjaldirnar voru konur hvattar til að fjölga sér sem mest til að bæta upp mannfallið á vígvöllunum. Eftir að getnaðarvarnarpillan kom til hefur fjöldi barna sem hver kona eignast um ævina í vestrænum samfélögum minnkað mjög. Af og til hafa stigið fram valdamenn og reynt að snúa þessari þróun við. Meðal annars Dave Nickerson í kanadíska þinginu einmitt þegar Margaret var að fullvinna og safna að sér áhrifum við úrvinnslu bókarinnar. Hann bar fyrir sig slagorðið: Make a Baby for Christmas eða búið til barn fyrir jól.

Víða um Vesturlönd eru getnaðarvarnir niðurgreiddar en víða ekki, til dæmis hér á Íslandi. Óhjákvæmilega leiðir þetta til þess að fátækar konur eru líklegri til að eignast fleiri börn en hinar sem hafa efni á skipuleggja hvort og hvenær þær verða þungaðar. Víða úti í heimi eru leikskólar svo einkareknir og það gerir konum erfiðara fyrir að fara út á vinnumarkaðinn eftir að barn fæðist. Í þessu felst ákveðin stjórnun á þátttöku kvenna á vinnumarkaði og afkomu fjölskyldna.

Þetta á einnig við um þungunarrof. Páfinn fordæmdi lengi getnaðarvarnir og þungunarrof sem leiddi til margvíslegra vandamála tengd ótímabærum þungunum í löndum þar sem þegnar voru í meirihluta kaþólskrar trúar. Glæpir framdir gegn konum og börnum í nunnuklaustrum á Írlandi hafa enn ekki verið fullrannsakaðir en ógiftar mæður voru neyddar til að þræla í þvottahúsum reknum af klaustrunum og börn þeirra tekin af þeim og seld. Ólöglegar fóstureyðingar kostuðu einnig margar konur lífið. Enn er í gangi öflug og óvægin barátta gegn fóstureyðingum víða í Bandaríkjunum og í Evrópu og viðsnúningur á dómi hæstaréttar frá árinu 1973 í máli Roe gegn Wade, sem snerist einmitt um rétta kvenna til að binda enda á meðgöngu, hafa mörg ríki Bandaríkjanna bannað fóstureyðingar að nýju. Full ástæða er til að huga að rétti kvenna til að ráða líkama sínum og lífi hér á landi líka því ekki er mjög langt síðan hatrömm umræða um nýtt þungunarofsfrumvarp fór fram á Alþingi og margir töldu að konur myndu nýta sér rýmri löggjöf til að losa sig við börn sín eiginlega fyrir duttlunga eða af léttvægum ástæðum. Þingmaður var meira að segja svo smekklegur að tala um morð í þessu samhengi þar sem sá hinn sami stóð og tárfelldi í ræðustól.

Konur ófrjóar, karlar ekki

Það þarf heldur ekki að líta langt aftur í tímann til að sjá að langt fram eftir þessari öld var ófrjósemi almennt talin kvennavandamál. Karlar gátu ekki verið ófrjóir, enda framleiddu þeir sæði. Ef hjónum gekk illa að geta af sér erfingja var ævinlega litið til konunnar. Nú vita menn betur og vitað er að ýmiss konar mengun í andrúmslofti og umhverfi okkar dregur úr frjósemi bæði karla og kvenna. Það varð meðal annars til þess að Margaret Atwood fór að velta fyrir sér hvers konar samfélag yrði til ef ófrjósemi væri algeng meðal kvenna og aðeins fáar færar um að geta og ganga með börn.

En það var fleira sem vakti ótta og tortryggni hjá rithöfundinum á þessum árum. Debit- og kreditkort voru að ryðja sér til rúms og hún sá í þeim ákveðna hættu. Vegna þess að þessum kortum er stjórnað stafrænt er bæði auðvelt að nota þau til að fylgjast með ferðum fólks, neyslu og einnig að loka fyrir þau ef yfirvöldum sýnist svo. Og þetta er einmitt það sem gerist í Gilead. Konur hætta skyndilega að geta sótt sér peninga í hraðbanka og greiða með kortum sínum. Í dag höfum við auðvitað enn fjölbreyttari leiðir til að fylgjast með fólki, tölvur, síma og GPS-tæki. Enginn efast lengur um að þessi tæki séu notuð einmitt í þeim tilgangi. Allir þekkja að hafa slegið inn eitthvert tiltekið orð í google-leit og örskömmu síðar taka að poppa upp auglýsingar á ýmsum varningi tengdri þessari leit á facebook-síðu þinni, Twitter og Instagram.

download-1Það er ekki spurning að Saga þernunnar er tímamótaverk og boðskapur þess umfram allt, ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Allt sem gerist annars staðar getur gerst hér líka. Nasisminn náði völdum í Þýskalandi, kommúnisminn í Austur-Evrópu og Kína, trúarofstækið í Afganistan og Íran. Í Hvíta-Rússlandi stóð hugrakkt fólk á götum úti og leitast við að fá ógiltar ólöglegar kosningar og í Úkraínu berjast menn við að halda í sjálfstæði sitt og fullveldi. Þegar foræðishyggja verður áberandi er mjög stutt í kúgun. „Við vitum betur. Okkur ber að hafa vit fyrir þér vegna þess að þú hefur ekki nægilega góða dómgreind eða sterkt siðferði til að sjá fyrir þínum málum sjálf.“ Hvað ef sá hugsunarháttur fer að teygja sig lengra og lengra inn í daglegt líf okkar? Hvar eru mörkin milli eðlilegrar stjórnunar og kúgunar? Allir hafa einhverjar skoðanir á því hvað sé heillavænlegast fyrir heildina en það þýðir ekki að svo sé. Rithöfundar á borð við Margaret Atwood gegna mikilvægu hlutverki að opna huga lesenda og skapa aukna víðsýni og skilning. Ný íslensk skáldsaga, Þetta rauða, það er ástin, eftir Rögnu Sigurðardóttur vakti með mér svipaðar tilfinningar og hugrenningatengsl og Saga þernunnar. Hún minnti mig á hversu stutt er síðan konur fengu rétt til að stjórna sjálfar hvenær þær gengu með börn. Hún sýnir einnig skýrt hvernig aðstæður voru meðan þungunarrof voru framkvæmd í skúmaskotum af misjafnlega hæfu fólki. Og síðast en ekki síst minnti hún á að konur þurftu að velja milli drauma sinna, langana og stundum köllunar og móðurhlutverksins. Sumar þurfa þess enn í dag. Einhver sagði einhvern tíma að það þyrfti alltaf einhverju að fórna til að draumur yrði að veruleika. Kannski er það rétt og vissulega getur enginn öðlast allt sem hann vill í lífinu. En í sumum tilfellum er fórnin bara of ósanngjörn, of stór. En það er alltaf ómetanlegt að geta sett sig í spor annarra og fengið nýja sýn á heiminn í gegnum góðar bækur. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband