Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2008 | 16:20
Meinleg uppákoma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.4.2008 | 15:23
Hin hamingjusama hóra!
Ég verð alltaf jafnhissa á hversu lífsseig mýtan um hina hamingjusömu hóru er. Í 24 stundum í dag er viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við Guðmund Ólafsson. Þar segir: Mér finnst hlægilegt þegar athyglissjúkir femínistar fara að berjast gegn klámi og vændi. Er eitthvað að því þótt fólk hafi gaman af að horfa á dónalegar myndir? Það er prívatmál. Vændi er fyrst og fremst kynlíf fátæklinga. Klám er kynlíf þeirra allra fátækustu sem hafa ekki einu sinni efni á því að kaupa sér vændi. Hér eru nokkrar staðreyndir til umhugsunar fyrir fátæklinga sem kaupa sér klám og vænd.
1 Í engum starfsgreinum eru sjálfsmorð jafntíð og í klám- og vændisiðnaði. Þar munar meira að segja gífurlega miklu á næstu starfstétt fyrir neðan.
2. Vímuefnanotkun er ekki eins almenn í neinum öðrum iðnaði.
3. Yfir 80% þeirra sem starfa í klám- og vændisiðnaði hafa orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi.
Þetta byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið í Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Konur frá fyrrum austantjaldsríkjum sem bjargað hefur verið úr kynlífsánauð á Vesturlöndum hafa hræðilegar sögur að segja. Meðal annars að kúnnarnir fóru sínu fram þótt þær grétu allan tímann og kvörtuðu við dólgana yfir því hversu leiðinlegar þær væru. Það þýddi barsmíðar. Nokkrar höfðu beðið kúnnana að leyfa sér að nota farsíma sem þeir voru með en þeir neituðu á þeirri forsendu að dólgurinn hefði bannað þeim það. Og það þarf ekki konur í ánauð til. Ung íslensk stúlku sem leiddist úti í vændi vegna fíkniefnaneyslu drap sig vegna þeirrar hræðilegu reynslu sem henni tókst aldrei að komast yfir eða jafna sig á.
Sjaldan hef ég verið jafnhreykin af syni mínum og þegar hann sagði í umræðu um nektarstaði. Ég gæti ekki hugsað mér að fara á svoleiðis staði því hvernig veit ég hvort stúlkan sem dansar á sviðinu er ein af þeim sem nýtur starfsins eða úr hópnum sem neyðst hefur út í það. Ég get ekki greint þar á milli og því kæri ég mig ekki um að koma á svona staði.
Þetta er einmitt málið. Hvernig vita karlmenn að hóran sem þeir eru með er hamingjusöm og ánægð með starfið? Þegar grátur austantjaldskvenna sem ekki geta tjáð sig á sama máli og kúnnarnir nægir ekki til að þeir kveiki á neinu er þá líklegt að daufari merki séu nóg? Í hugum flestra en kynlíf eitthvað sem menn stunda með einhverjum sem þeim þykir vænt um og vilja nálgast með hlýju og trausti. Fátækir eða ríkir hafa sömu þörf fyrir slíka blíðu og atlot. Það að borga fyrir er merki um andlega fátækt og skammsýni fremur en efnahagslega veikleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
11.4.2008 | 09:44
Skondin orðatiltæki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.4.2008 | 09:37
Föðurleg
Ég tók strumpaprófið og niðurstaðan var að ég væri Papa Smurf. Því miður virðist aldrei birtast mynd og texti þótt ég kóperi kódið sem manni er sagt að kópera. Þið verið bara að klikka á linkinn til að sjá hver ég er eða skoða á blogginu hans Hrannars. Við virðumst andlega skyld að minnsta kosti í Strumpalandi.
<script type="text/javascript" language="javascript"src="http://bluebuddies.com/js/Papa_Smurf.js"></script>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.4.2008 | 09:47
Hvað er að sumu fólki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.4.2008 | 15:17
Fjórir mánuðir fyrir ítrekuð brot
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.4.2008 | 10:44
Er þögnin er gull?
Silence is Golden sungu Herman Hermits eða einhver önnur álíka hljómsveit í útvarpinu þegar ég var barn. Mér datt þessi laglína í hug um daginn þegar ég frétti af ofbeldismáli í fjölskyldu. Þolandinn sagði loks frá og fékk hjálp frá yfirvöldum en þótt allir trúi orðum hans og hafi samúð með honum eru sumir fjölskyldumeðlimir að reyna að halda þessu leyndu. Þeir segja aðeins hálfa söguna þegar þeir hitta fólk eins og mig. Vona sennilega að ég viti ekki sannleikann allan. Þetta fólk sem um ræðir er sjálft alsaklaust. Ég skil þetta ekki. Hvers vegna bregðumst við ávallt þannig við að reyna að þegja í hel einhver hneykslismál í fjölskyldum okkar? Við hvað erum við hrædd? Að okkar alkóhólisti sé eitthvað verri en aðrir? Að ofbeldismaðurinn sem leikur lausum hala í fjölskyldu okkar muni á einhvern hátt gjaldfella okkur í augum vina, samstarfsmanna og almennings? Staðreyndin er sú að í skjóli leyndarinnar þrífast ofbeldismennnirnir og alkóhólisminn heldur áfram að þróast. Treystum öðru fólki til að skilja að við berum ekki ábyrgð á öðrum jafnvel þótt þeir séu í ætt við okkur og berum höfuðið hátt þótt fjölskyldur okkar séu ekki fullkomnar. Það er leiðin til að uppræta ofbeldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.4.2008 | 15:42
Hvað felst í nafni?
Ég mætti hress í vinnuna í morgun eftir að hafa gengið með tíkina í ríflega hálftíma. Raggi umbrotssnillingurinn minn kom stuttu síðar og sagði glaðhlakkalega: Það er bara komið vor. Já, svaraði ég, enda var Eva glöð í morgun. Já, var það, sagði Raggi. Og hvernig lýsti það sér. Nú, bara hún þefaði af öllum blómbeðum og nuddaði sér utan í runna, sagði ég. Ha! Þú veist að þú sagðir Eva! sagði Raggi. Úps, maður getur nú ruglast á Eva og Freyja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.3.2008 | 09:57
Kettir og klór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.3.2008 | 16:44
Snorkstelpan og ég
Ég tók persónuleikapróf á Netinu eftir að hafa rekist á niðurstöður Nönnu Rögnvaldar úr sama prófi. Ég komst að því að af íbúum Múmíndalsins líkist ég Snorkstelpunni mest. Ég sem hafði ávallt talið að við Mía litla værum andlega skyldar. Því miður get ég ekki seivað niður myndina og niðurstöðuna en af einhverjum ástæðum virkar það aldrei hér á Moggablogginu þegar ég reyni það. Hér er hins vegar slóðin fyrir þá sem vilja kynnast sjálfum sér betur.
http://www.start.no/img/quiz/share_
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)