19.4.2007 | 19:32
Lóan er komin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2007 | 11:11
Enn og aftur af klæðaburði
Ásgeir Rúnar spyr í athugasemd hvers vegna megi ekki fjalla um klæðaburð fólks í viðtölum og því miður get ég ekki svarað athugasemdum í tölvunni hérna heima. En það sem málið snýst um er að á forsíðu nýjasta tölublaðs h-tímarits eru myndir af fólki sem stendur framarlega í viðskiptalífinu og eru viðtöl við þau inni í blaðinu. Strax og forsíðan birtist fékk ég athugasemdir, bæði hér á blogginu mínu og í tölvupósti um að forsíðan væri sexist. Ástæðan er sú að Katrín Friðriksdóttir hagfræðingur er þar klædd og stílíseruð svolítið í anda fínnar frúar á sjötta áratug síðustu aldar. Okkur fannst þetta töff og flott. Í viðtali við hana geri segi ég frá því að hún er kvenlegar og stelpulegar klædd en viðskiptakonur almennt og lýsi fötunum hennar. Inga Lind Karlsdóttir gerir það að umtalsefni í Íslandi í dag og segir að klæðaburður karlmanna yrði aldrei ræddur á þennan hátt. Ég er sjálf mikil kvenréttindakona þannig að gagnrýnin kom illa við mig.
Hins vegar er það ekki alls kostar rétt að klæðnaður karla sé ekki hluti af umfjöllun um þá. Munið þið ekki eftir Halldóri Ásgrímssyni og selskinnsjakkanum hans. Halldór var þá sjávarútvegsráðherra og ég man ekki betur en að selskinnsjakkar hafi lengi á eftir verið kallaðir Halldórsjakkar svo mikla lukku vakti jakkinn í fjölmiðlum. Nýlegra dæmi er sennilega þegar Reynir Traustason fór með Ísmanninn frá Grænlandi í verslun Sævars Karls. og dressaði hann upp. Ekki einn einasti maður kvað upp úr með það að Reynir hefði gert lítið úr þessum þykkholda erfiðismanni með því að mynda hann í Armani. Hefði ekki allt eins verið hægt að túlka það sem svo að maðurinn væri ekki nógu góður í köflóttri vinnuskyrtu og skítugum buxum. Við á h-tímarit tókum okkur líka til í febrúar og klæddum Helga Seljan virðulegan fréttamann upp eins og smástrák og smurðum súkkulaði í andlitið á honum. Enginn vorkenndi Helga og talaði um að hann hefði verið gerður að fífli. Þvert á móti. Öllum fannst mikið til um hversu glettinn og frjálslegur Helgi væri að taka þátt í þessu. Málið er að við verðum að passa okkur á að leita ekki að fordómum þar sem engir slíkir eru til staðar. Vissulega er gott að vera með augu og eyru opin og reyna að stuðla að auknu jafnrétti hver á sinn hátt en það þýðir ekki að við megum ekki leyfa okkur svolitla skemmtun.
Að lokum þá verð ég að þakka bloggvinunum stuðninginn. Þið eruð frábær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2007 | 15:52
Leitað að fordómum
Inga Lind Karlsdóttir gerði viðtal mitt við Katrínu Friðriks. að umtalsefni í Íslandi í dag í gær. Við hér á ritstjórninni ákváðum að svara henni og birtist svarið inn á mbl.is. Svar okkar var eftirfarandi.
Vegna umfjöllunar í Íslandi í dag vill h-tímarit taka fram eftirfarandi:
Ástæða þess að klæðaburður Katrínar Friðriksdóttur var gerður að umtalsefni í viðtali við hana var sú staðreynd að hann er óvenjulegur. Hingað til hefur hefðbundin dragt verið einkennisklæðnaður kvenna í viðskiptalífinu og þær ekki teknar alvarlega ef þær kjósa frjálslegri og kvenlegri fatnað. Katrín er ung, falleg kona sem kýs að klæða sig eftir eigin smekk og sú staðreynd að hún er ekki bara tekin alvarlega heldur mikils virt hlýtur að vera ákveðinn sigur fyrir allar konur. Kvennabarátta og jafnrétti snýst um að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín á sínum forsendum en þurfi ekki að beygja sig undir einhverjar fyrirfram gefnar hefðir eða hugmyndir til að njóta lífssins.
Hefði Ingólfur Bender eða annar karl í viðskiptalífinu mætt í viðtal í golfbuxum og strigaskóm og sagst vera þannig klæddur í vinnunni dagsdaglega því þannig liði honum best hefði það svo sannarlega verið gert að umtalsefni í blaðinu til marks um persónu sem fer sínar eigin leiðir. h-tímarit telur að með því að klæða sig eftir eigin smekk og jafnvel svolítið stelpulega sýni Katrín Friðriksdóttir að hún er sterkur karakter og líkleg til frekari afreka.
Allir viðmælendur okkar eru spurðir að því hvernig þeim gangi að sameina fjölskyldulíf og krefjandi starf eða áhugamál. Hilmir Snær fær þessa spurningu í janúarblaðinu og Gísli Örn Garðarson er í febrúar spurður hvort hann haldi að nýfædd dóttir hans muni á einhvern hátt verða til að draga úr útrás Vesturports um allan heim. Í sama blaði og Katrín er í fá Bjössi og Dísa í World Class nákvæmlega sömu spurningu. h-tímarit er jafnréttissinnað blað sem gerir sér grein fyrir að bæði karlar og konur eiga fjölskyldur.
h-tímarit kappkostar að sýna jafnréttishugsjónina í verki og bendir á að karlar og konur fá jafnt vægi í blaðinu og leitað er að sterkum jákvæðum konum til að segja frá vinnu sinni og áhugamálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2007 | 14:10
Vorið sem kom og fór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2007 | 21:30
Launaleyndin og samstaðan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2007 | 00:50
Konur eru konum bestar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2007 | 19:36
www.htimarit.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 18:49
Konur og klæðaburður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2007 | 18:27
Gengisfelling mannslífa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 22:15
Smásjálfsauglýsing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)