30.4.2007 | 15:22
Töfrar orðanna
Mamma kenndi mér ótalmargt en ég er henni þó þakklátust fyrir að hafa sýnt mér hversu snilldarlega er hægt að flétta orðum saman. Aðferð mömmu við að slaka á og láta líða úr sér eftir erfiðar vinnutarnir var nefnilega að lesa ljóð. Ein af fyrstu minningum mínum um mömmu er þegar ég laumaðist undir borðstofuborðið heima til að geta hlustað á hana lesa upphátt fyrir sjálfa sig. Ég sat með öndina í hálsinum og þorði ekki að gefa frá mér minnsta hljóð. Að mínu mati var þetta helg stund. Rödd mömmu breyttist þegar hún las og þótt ég skildi ekki orðin sagði hljómfallið mér að öll voru þau orð töfrum slungin.
Undir borðstofuborðinu heima held ég að áhugi minn á bókmenntum hafi kviknað en hann hefur aldrei slokknað síðan og kannski var þetta jafnvel kveikjan að því að ég ákvað að starfa við skriftir. Og bækur hafa alltaf fylgt mér. Á náttborðinu mínu liggja gjarnan tíu til fimmtán bækur, sumar er ég að lesa aðrar á ég eftir að lesa og sumum get ég ekki beðið eftir að byrja á. Hvenær sem stundarkorn gefst yfir daginn gríp ég bók eða blöð og les eins lengi og ég get. Börnin mín telja þetta fíkn og segja að ég fái fráhvarfseinkenni hafi ég ekki eitthvað að lesa. Þetta er alveg rétt því ákveðið eirðarleysi grípur mig þegar engin bók er eftir ólesin á náttborðinu. Stundum hefur fráhvarfið orðið það slæmt að ég hef tekið til við að lesa á kornflekspakka fremur en ekki neitt.
Ég skildi þess vegna nákvæmlega hvað Kurt Vonnegut átti við þegar hann sagði frá því hvernig hann hafði reynt í leit að slökun og hugarró eftir sjálfsvíg sonar síns að fara á námskeið í hugleiðslu en ekki náð að tæma hugann eins og nauðsynlegt var fyrr en kennari benti á að þetta væri eins og að hverfa í huganum inn í góða bók. Á hverju kvöldi hverf ég inn í annan heim og hrærist til meðaumkunar með persónum sem spretta ljóslifandi upp af blöðunum, græt með þeim, hlæ með þeim, reiðist og fyllist auðmýkt. Stundum verða þessar tilfinningar sem bókin vekur allsráðandi í lífi mínu næstu daga á eftir og ég berst fyrir réttlæti eða geng um þakklát og glöð fyrir sköpunarverkið. Já, orðin eru mögnuð og penninn hvassari en nokkurt sverð.
Bloggar | Breytt 2.5.2007 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.4.2007 | 15:17
Sumar manneskjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2007 | 16:47
Grjótpálar tveir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 12:29
Mörg eru lífsins vonbrigði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 10:29
Sérfræði sérfræðinganna
Ég varð að játa að hafa látið mér renna í brjóst yfir fyrirlestri um fókusingtækni og fyrst ég var spurð hvort fyrirlesturinn hafi verið áhugaverður er mér ljúft og skylt að upplýsa að svo var ekki. Sálfræðingurinn sem hélt hann byrjaði á að segja okkur í löngu máli og með miklu hiki og tafsi að eiginlega væri þessi tækni svo flókin að ekki væri hægt að útskýra hana með góðu móti og það tæki menn mörg ár að ná einhvers konar skilningi á þessu. Síðan leiddi hann okkur í þessa æfingu í því að fókusera og eftir á þegar fólk tók að spyrja hann spjörunum úr kom í ljós að málefnið var nú ekki flóknara en svo að um er að ræða nokkurs konar hugleiðslu þar sem fólk skannar líkama sinn og skoðar hvernig tilfinningar þess sitja í líkamanum. Skilur reiðin t.d. eftir bruna eða sviðatilfinningu í maganum? Er depurðin blá eða svört? Þannig skoðar viðkomandi einstaklingur líkamlega líðan sína, reynir að nefna og forma tilfinningarnar og getur meira að segja ákveðið að lýsa upp depurðina eða losa sig við kvíðann með því að hella honum út um eyrað, þ.e.a.s. ef hann er fljótandi. Mér fannst ekkert erfitt að skilja þetta og hef þó ekki hlotið margra ára þjálfun. Að mínu mati er þetta helsti galli sérfræðinga af öllu tagi. Þeir elska að gera einfalda hluti flókna og sérfræði þeirra er í raun fólgin í því. Í starfi mínu hef ég þurft að eiga margvísleg samskipti við sérfræðinga af öllu tagi og einkenni þeirra er að það má ekki einfalda neitt og segja það á máli sem almenningur skilur. Slá þarf varnagla við öllu með því að segja í sumum tilfellum, stundum, alloft, sjá má, að teknu tilliti til og þar fram eftir götunum. Þegar þeir fá að lesa yfir viðtöl er bætt við endalausum tilvísanasetningum og bætt inni tengingum við eitthvað sem engu skiptir í samhengi greinarinnar. Þetta gera þeir vegna þess að þeir eru alltaf að skrifa fyrir aðra sérfræðinga. Ef þeir segja frá í skiljanlegu máli eru þeir hræddir við að uppskera fyrirlitningu og aðhlátur frá kollegunum.
Annað sem fer sérlega í taugarnar á mér er þegar sérfræðingar þykjast sérfræðingar á fleiri sviðum en eigin fræðasviði. Éinkum er það stafsetning og málfræði sem slíkir vilja kenna mér og því miður verð ég að viðurkenna að konur eru oft sérlega erfiðar að þessu leyti. Ég man eftir einni sem setti út á viðtöl sem ég tók við nýbakaðar mæður vegna þess að konurnar notuðu orðið maður og töluðu um maður gerir, manni finnst og þar fram eftir götunum. Þessi vinalega sérfræðingskona sagði: Kannski var ég bara með svona góðan íslenskukennara í menntaskóla. En mér var kennt að það væri léleg íslenska að nota orðið maður á þennan hátt. Ég svaraði: Þú og kennarinn þinn hafið greinilega farið á mis við þá ánægju að lesa Hávamál. Orðið maður er fullkomlega ásættanleg íslenska og notað eins og Bretar nota orðið one. Dæmi um þetta má sjá víða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2007 | 09:31
Hrotið undir fyrirlestri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2007 | 19:16
Enn af Tryggingastofnun
Bloggar | Breytt 23.4.2007 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 23:11
Nagandi óvissa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2007 | 22:33
Þrjóskuhundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2007 | 09:14
Hundur úti á túni að bíta gras
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)