15.8.2007 | 18:41
Bókasafn í nýju ljósi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2007 | 09:29
Féll fyrir sívalning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 09:22
Slagurinn óvenju snemma á ferðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 17:24
Harry Potter kvaddur með söknuði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2007 | 15:27
Þetta eilífðarkossaflens
Langar að vekja athygli á pistli eftir mig sem birtist í júlíblaði hann/hún.
Hvers vegna eru konur kysstar en karlar ekki?" stundi ung kona þreytulega eftir að hún hafði þurrkað varalitafar af kinninni eina ferðina enn. Kannski var ekki undarlegt að hún spyrði sig þessarar spurningar jafnalgengt og það er orðið að konur heilsist og kveðjist með kossum. Stundum þekkjast þessar konur varla neitt og því undarlegt að þær sýni hver annarri svo náin atlot. Já, það er undarlegt þetta eilífðarkossaflens.
Að heilsast og kveðjast með kossi er reyndar gamall og góður íslenskur siður. Til sveita hér á árum áður kysstust menn gjarnan á báðar kinnar þegar þeir hittust og það voru jafnt góðbændur sem húsfreyjur þeirra sem kysstust. Stundum voru kossalætin slík á kirkjustað að prestinum þótti nóg um og rak söfnuðinn með harðri hendi inn í kirkjuna. Af því fer engum sögum hvort karlar dvöldu lengur við að kyssa einhverjar ákveðnar konur eða hvort kossar sumra kvenna rötuðu nær munni karlanna en tilhlýðilegt gæti talist.
Kossar í kveðjuskyni duttu síðan að mestu niður á Íslandi einhvern tíma á tuttugustu öld. Um tíma var handaband allsráðandi og eiginlega innilegasta kveðjan. Algengt var að menn lyftu hönd og segðu hæ, eða bæ eftir því hvort þeir voru að koma eða fara. En skyndilega sóttu kossarnir í sig veðrið að nýju og fyrr en varði urðu þeir vinsælli en nokkru sinni fyrr.
Konur að kyssa konur
Nú á dögum eru það þó fyrst og fremst konur sem kyssa konur. Svo rammt kveður að kossum kvenna að þær kyssa ekki bara vinkonurnar á förnum vegi heldur oft samstarfskonur, kunningjakonur og jafnvel bara konur sem þær hafa þekkt í langan tíma. Gamlar konur virðist nánast vera skylda að kyssa jafnvel eftir stutt og lausleg kynni. Börn mega svo auðvitað allir leyfa sér að kyssa.
Konur kyssa reyndar líka karla en þá þarf að vera löng vinátta og velvilji að baki. Sumar konur kyssa menn vinkvenna sinna í kveðjuskyni, frændur sína, bræður og syni en þær myndu aldrei kyssa til að mynda karlkyns yfirmann, fisksalann á horninu eða nágrannann. Um nágrannakonuna gegnir allt öðru máli og ef fisksalinn á horninu er vingjarnleg kona er aldrei að vita hvenær henni verður bætt í kossahópinn.
Kossar milli karla og kvenna eru og verða sennilega alltaf erfiðari viðfangs. Það er svo stutt í ástarkossinn og ef fullkomlega saklaus koss í kveðjuskyni lendir ekki alveg á réttum stað getur það komið af stað hinum verstu og vandræðalegustu tilfinningum. Karlar eru þó sjaldnast varalitaðir þannig að minnsta kosti þarf ekki alltaf að vera að hreinsa burtu varalitfar eftir þá. Varaliturinn er eiginlega það hvimleiðasta við kossa kvenna og rannsóknir hafa sýnt að margir karlar þola ekki varalit. Í brúðkaupum og fínum veislum er varaliturinn sérstaklega pirrandi og eiginlega óhætt að mæla með að konur varaliti sig ekki fyrr en öllum kossakveðjum er lokið. Fátt er leiðinlegra fyrir brúði sem er búin að leggja mikið í útlit sitt en það að ganga með röð af bleikum, rauðum og brúnum varalitaförum inn í eigin veislu.
Kossar og væntumþykja
Þrátt fyrir að kossinn sé ein nánasta aðferð manna við að snertast getur hann verið jafnmerkingarlaus og hann getur verið innihaldsríkur. Varla er hægt annað en að velta fyrir sér hvers vegna sumar konur leggja vangann að vanga annarra kvenna og smella með vörunum út í loftið? Eru þær með þessu að sýna væntumþykju en vilja um leið forðast að skilja eftir varalitafar á kinnum hinnar? Er kossinn kannski merkingarlaus sýndarmennska og innst inni langar konunni ekkert að kyssa hina? Sjálfsagt er það misjafnt. En stundum er vandséð hverju kossar bæta við.
Á hinn bóginn er fullkomlega eðlilegt að langa til að kyssa sína bestu vinkonu sérstaklega ef nokkuð er liðið síðan þið hittust síðast. Nánar vinkonur kyssa hver aðra til að sýna innileikann og væntumþykjuna sín á milli. Stundum er kossinn og faðmlag til að hvetja á erfiðum tímum, stundum í þakklætisskyni fyrir allt það góða sem á undan er gengið og stundum bara til að láta vita að þið eruð til staðar hvor fyrir aðra og á milli ykkar hefur ekkert breyst. Í slíkum tilfellum er kossinn besta og fallegasta kveðjan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 09:16
Sjávardýr í ferskvatni?
Á visir.is er nú frétt um að sjaldgæf ferskvatnshöfrungategund í Kína sé sennilega aldauða. Vísindamenn hafi ekki fundið eina skepnu í leiðangri sem gerður var út til að finna þær. Fréttin endar á þessum orðum:
Ef satt reynist er þetta fyrsta útrýming hryggdýrs í fimmtíu ár og í fyrsta skipti sem hátterni mannsins gengur að sjávarspendýri aldauðu.
Mín spurning er: Ef um sjaldgæfa ferskvatnstegund höfrunga er að ræða hvernig getur þetta þá verið í fyrsta sinn sem maðurinn gengur að sjávarspendýri dauðu? Eru ferskvatnshöfrungar sjávardýr?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 11:19
Sælgætissýki í æðra veldi
![]() |
Yfirþyrmandi löngun í sætindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2007 | 19:56
Skaðræðisdýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2007 | 09:09
Ástæðulausar bólferðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2007 | 12:13
Ævintýri í Elliðaárdal
Ég er einstaklega lagin við það að koma mér í vandræði. Einkum og sér í lagi eru það gönguferðir mínar sem enda með ósköpum og það oftast vegna þess að ég fæ þá stórgóðu hugmynd að stytta mér leið. Ein slík för var farin í Elliðaárdal fyrir tveimur árum en ég ætlaði að ganga heim úr vinnunni. Ég vann þá hjá Fróða uppi á höfða og þegar komið var að Árbæjarsafni var mér ljóst að heim kæmist ég ekki lifandi þar sem ég var mannbroddalaus og hálka mikil á vegum um þetta leyti. Ég hringdi því í manninn minn og bað hann að sækja mig. Ég sagði honum að bíða á bílastæði ofan við Elliðaárnar hinum megin í dalnum vegna þess að ég taldi lítið mál að vippa mér yfir göngubrýr á ánum og á þennan áfangastað. Til að stytta mér leið hélt ég sem leið lá gegnum Árbæjarsafnið sem var opið og algerlega mannlaust. Fljótlega gerði ég mér þó ljóst að safnið var afgirt og engin leið út önnur en sú sem ég hafði notað til að koma mér inn. Þá var ég búin að ganga svo langt að ég nennti ómögulega að snúa við og ákvað því að klifra yfir grindverkið. Hvað Hraunbæjarbúar hafa hugsað þegar þeir sáu konu á virðulegum aldri í draktarjakka og penum leðurskóm vega salt efst á girðingunni umhverfis safnið þeirra veit ég ekki. Hitt veit ég að förin yfir grindverkið var hvorki þægileg né sérlega auðveld og dáist ég hér eftir mjög af föngum sem leggja það á sig að strjúka úr fangavist hvort sem er á Litla Hrauni eða Alcatraz. Ég komst upp og reyndar niður hinum megin án meiriháttar óhappa en þá beið mín það sem verra var; nefnilega gersamlega ófær Elliðaárdalur. Glæra svell var yfir öllu og það svo slétt að ekki möguleiki var að standa á því til lengdar og leið mín lá niður á við. Ég reyndi þetta samt og skreið nánast á fjórum fótum með hjálp vingjarnlegra trjágreina sem slúttu út yfir stíginn niður að brúnni. Yfir hana komst ég, út í hólmann og yfir hinum megin. Þar beið maðurinn minn á bílastæðinu og þegar ég hafði skreiðst við illan leik upp brekkuna og inn í bílinn til hans spurði hann í einlægri undrun: Hvers vegna í ósköpunum baðst mig ekki um að sækja þig á bílastæði Árbæjarsafns? Stundum er ofbeldi gagnvart maka sínum næstum því réttlætanlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)