Færsluflokkur: Bloggar
29.4.2007 | 16:47
Grjótpálar tveir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 12:29
Mörg eru lífsins vonbrigði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 10:29
Sérfræði sérfræðinganna
Ég varð að játa að hafa látið mér renna í brjóst yfir fyrirlestri um fókusingtækni og fyrst ég var spurð hvort fyrirlesturinn hafi verið áhugaverður er mér ljúft og skylt að upplýsa að svo var ekki. Sálfræðingurinn sem hélt hann byrjaði á að segja okkur í löngu máli og með miklu hiki og tafsi að eiginlega væri þessi tækni svo flókin að ekki væri hægt að útskýra hana með góðu móti og það tæki menn mörg ár að ná einhvers konar skilningi á þessu. Síðan leiddi hann okkur í þessa æfingu í því að fókusera og eftir á þegar fólk tók að spyrja hann spjörunum úr kom í ljós að málefnið var nú ekki flóknara en svo að um er að ræða nokkurs konar hugleiðslu þar sem fólk skannar líkama sinn og skoðar hvernig tilfinningar þess sitja í líkamanum. Skilur reiðin t.d. eftir bruna eða sviðatilfinningu í maganum? Er depurðin blá eða svört? Þannig skoðar viðkomandi einstaklingur líkamlega líðan sína, reynir að nefna og forma tilfinningarnar og getur meira að segja ákveðið að lýsa upp depurðina eða losa sig við kvíðann með því að hella honum út um eyrað, þ.e.a.s. ef hann er fljótandi. Mér fannst ekkert erfitt að skilja þetta og hef þó ekki hlotið margra ára þjálfun. Að mínu mati er þetta helsti galli sérfræðinga af öllu tagi. Þeir elska að gera einfalda hluti flókna og sérfræði þeirra er í raun fólgin í því. Í starfi mínu hef ég þurft að eiga margvísleg samskipti við sérfræðinga af öllu tagi og einkenni þeirra er að það má ekki einfalda neitt og segja það á máli sem almenningur skilur. Slá þarf varnagla við öllu með því að segja í sumum tilfellum, stundum, alloft, sjá má, að teknu tilliti til og þar fram eftir götunum. Þegar þeir fá að lesa yfir viðtöl er bætt við endalausum tilvísanasetningum og bætt inni tengingum við eitthvað sem engu skiptir í samhengi greinarinnar. Þetta gera þeir vegna þess að þeir eru alltaf að skrifa fyrir aðra sérfræðinga. Ef þeir segja frá í skiljanlegu máli eru þeir hræddir við að uppskera fyrirlitningu og aðhlátur frá kollegunum.
Annað sem fer sérlega í taugarnar á mér er þegar sérfræðingar þykjast sérfræðingar á fleiri sviðum en eigin fræðasviði. Éinkum er það stafsetning og málfræði sem slíkir vilja kenna mér og því miður verð ég að viðurkenna að konur eru oft sérlega erfiðar að þessu leyti. Ég man eftir einni sem setti út á viðtöl sem ég tók við nýbakaðar mæður vegna þess að konurnar notuðu orðið maður og töluðu um maður gerir, manni finnst og þar fram eftir götunum. Þessi vinalega sérfræðingskona sagði: Kannski var ég bara með svona góðan íslenskukennara í menntaskóla. En mér var kennt að það væri léleg íslenska að nota orðið maður á þennan hátt. Ég svaraði: Þú og kennarinn þinn hafið greinilega farið á mis við þá ánægju að lesa Hávamál. Orðið maður er fullkomlega ásættanleg íslenska og notað eins og Bretar nota orðið one. Dæmi um þetta má sjá víða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2007 | 09:31
Hrotið undir fyrirlestri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2007 | 19:16
Enn af Tryggingastofnun
Bloggar | Breytt 23.4.2007 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 23:11
Nagandi óvissa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2007 | 22:33
Þrjóskuhundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2007 | 09:14
Hundur úti á túni að bíta gras
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.4.2007 | 19:32
Lóan er komin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2007 | 11:11
Enn og aftur af klæðaburði
Ásgeir Rúnar spyr í athugasemd hvers vegna megi ekki fjalla um klæðaburð fólks í viðtölum og því miður get ég ekki svarað athugasemdum í tölvunni hérna heima. En það sem málið snýst um er að á forsíðu nýjasta tölublaðs h-tímarits eru myndir af fólki sem stendur framarlega í viðskiptalífinu og eru viðtöl við þau inni í blaðinu. Strax og forsíðan birtist fékk ég athugasemdir, bæði hér á blogginu mínu og í tölvupósti um að forsíðan væri sexist. Ástæðan er sú að Katrín Friðriksdóttir hagfræðingur er þar klædd og stílíseruð svolítið í anda fínnar frúar á sjötta áratug síðustu aldar. Okkur fannst þetta töff og flott. Í viðtali við hana geri segi ég frá því að hún er kvenlegar og stelpulegar klædd en viðskiptakonur almennt og lýsi fötunum hennar. Inga Lind Karlsdóttir gerir það að umtalsefni í Íslandi í dag og segir að klæðaburður karlmanna yrði aldrei ræddur á þennan hátt. Ég er sjálf mikil kvenréttindakona þannig að gagnrýnin kom illa við mig.
Hins vegar er það ekki alls kostar rétt að klæðnaður karla sé ekki hluti af umfjöllun um þá. Munið þið ekki eftir Halldóri Ásgrímssyni og selskinnsjakkanum hans. Halldór var þá sjávarútvegsráðherra og ég man ekki betur en að selskinnsjakkar hafi lengi á eftir verið kallaðir Halldórsjakkar svo mikla lukku vakti jakkinn í fjölmiðlum. Nýlegra dæmi er sennilega þegar Reynir Traustason fór með Ísmanninn frá Grænlandi í verslun Sævars Karls. og dressaði hann upp. Ekki einn einasti maður kvað upp úr með það að Reynir hefði gert lítið úr þessum þykkholda erfiðismanni með því að mynda hann í Armani. Hefði ekki allt eins verið hægt að túlka það sem svo að maðurinn væri ekki nógu góður í köflóttri vinnuskyrtu og skítugum buxum. Við á h-tímarit tókum okkur líka til í febrúar og klæddum Helga Seljan virðulegan fréttamann upp eins og smástrák og smurðum súkkulaði í andlitið á honum. Enginn vorkenndi Helga og talaði um að hann hefði verið gerður að fífli. Þvert á móti. Öllum fannst mikið til um hversu glettinn og frjálslegur Helgi væri að taka þátt í þessu. Málið er að við verðum að passa okkur á að leita ekki að fordómum þar sem engir slíkir eru til staðar. Vissulega er gott að vera með augu og eyru opin og reyna að stuðla að auknu jafnrétti hver á sinn hátt en það þýðir ekki að við megum ekki leyfa okkur svolitla skemmtun.
Að lokum þá verð ég að þakka bloggvinunum stuðninginn. Þið eruð frábær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)